Um daginn var karlmaður dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás á fyrrverandi sambýliskonu sína. Hann var sýknaður af ákæru um tilraun til nauðgunar vegna þess að hann sagðist ekki trúa upp á sjálfan sig að gera tilraun til slíks. Maðurinn var ölvaður og mundi ekkert eftir atvikinu - en dómurum þótti þetta trúverðugra heldur en konan sem hann réðst á þrátt fyrir að hún hefði munað eftir þessu öllu saman. Hún má væntanlega prísa sig sæla fyrir að fá ekki sama dóm og karlinn því dómurinn er með þessu að gera henni upp lygar... og kynsystir hennar fékk 9 mánaða dóm fyrir nokkrum dögum fyrir að ljúga að henni hefði verið nauðgað.
Dómskerfið á Íslandi leggur að jöfnu þegar konur ljúga og þegar karlar ráðast á konur og reyna að kyrkja þær. Dómskerfinu þykir líka alvarlegra þegar kona lýgur en þegar karlmaður á heilan haug af grófu barnaklámi.
Er það skrýtið að mér sé illa við dómskerfið? Því virðist vera til alls trúandi - nema að taka á kynferðisbrotum á réttlátan og sanngjarnan hátt!
mánudagur, janúar 15, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Mér finnst nauðgun ógeðslegur verknaður og hann ber að líta alvarlegum augum. Mér finnst það líka mjög ógeðslegt ef kona ákveður að eyðileggja líf annars manns af geðþóttaákvörðun með því að ljúga upp á hann. Hugsaðu þér að þurfa lifa við það að vera dæmdur nauðgari sem er viðbjóðslegur stimpill alla þína ævi af því að kona ákvað að koma sér niður á þér.
Mér finnst þú gera lítið úr því að kona misnoti karlmann með þessum hætti, þetta er ekki lítil saklaus hvít lygi heldur er þetta viðbjóðslegt ofbeldi, rétt eins og nauðgun.
Það er ekki hægt að segja að dómskerfið lítur lygi jafn alvarlegum augum og nauðgun heilt yfir. Nauðgun getur bara verið alvarlegt ofbeldi en lygi þarf ekki alltaf að vera það, en er það svo sannarlega í þessu tilfelli.
Já nauðgun er alvarlegur glæpur og það ætti að endurspeglast í dómskerfinu - en gerir það ekki.
Ég lít það mjög alvarlegum augum þegar konur ljúga nauðgun upp á karlmenn því slíkt gerir baráttuna gegn kynferðisglæpum enn erfiðari en hún er. En mér finnst fáránlegt að hafa sama dóm fyrir að ljúga og fyrir að vera næstum búinn að kyrkja fyrrverandi sambýliskonu sína. Í þessu endurspeglast fáránleiki dómskerfisins þegar kemur að þessum málaflokki.
Það finnst mér ekki fáránlegt. og einhvernveginn finnst mér eins og þú sést að gera lítið úr athæfi konunnar. Þetta er eins og að segja "mér finnst fáránlegt að sami dómur hljótist fyrir hálstak og að reyna að eyðileggja líf saklausra manna". Hljómar núna svolítið öðruvísi er það ekki. Helst myndi ég vilja sjá minnst 20 ára fangelsi fyrir nauðgun. Að sama skapi finnst mér það alveg jafn alvarlegt að ljúga upp á saklausann mann nauðgun og reyna þannig að eyðileggja líf hans. Því ekki get ég ýmindað mér að ég gæti lifað lífinu á nokkurn ánægjulegan hátt með það á bakinu að hafa verið dæmdur sekur um ljótasta verknað sem hægt er að hugsa sér.
Ég gæti best trúað því að maður sem er dæmdur nauðgari að ósekju líði nákvæmlega eins og fórnarlambi nauðgunar og því ætti að hljótast samskonar dómur fyrir að eyðileggja líf mans með þeim hætti.
Eins og dómskerfið er í dag er nánast ómögulegt að vera dæmdur saklaus fyrir nauðgun. Ef þú skoðar málið sérð þú að það er nánast ómögulegt að fá seka menn dæmda fyrir nauðgun. Falskar nauðgunarákærur eru mjög sjaldgæfar, tölfræðin segir á bilinu 1-2%. Hins vegar er mjög algengt að konur séu sagðar ljúga þegar þær segja frá því að hafa verið beittar ofbeldi.
Ef þú skoðar þessi 2 mál sem ég tók fyrir hér - finnst þér þá eðlilegt að fólk hljóti sama dóm fyrir þessi 2 tilvik? Maðurinn sem konan ásakaði fór ekki fyrir rétt og var ekki dæmdur. Finnst þér eðlilegt að kona sem var mjög snögg að draga ásakanir tilbaka, sýndi mikla iðrun, á við andlega örðugleika að etja og er rétt rúmlega tvítug hljóti hærri dóm heldur en karlmaður sem er dæmdur fyrir að hafa í fórum sínum mjög gróft barnaklám?
Segi það enn og aftur - þetta dómskerfi hérna er djók - cruel joke, ef mér leyfist að sletta...
"Falskar nauðgunarákærur eru mjög sjaldgæfar, tölfræðin segir á bilinu 1-2%."
Hvaða tölfræði er það?
Skrifa ummæli