
Svo mörg voru þau orð og þetta hljómar afskaplega vel - alveg þangað til Fréttablaðið er skoðað. Þar á bls 12 er auglýsing frá umræddri verslun. Hún sýnir mynd af vatnsgeiddurm karlmanni að spila billjard. Myndin er í svarthvítu og ýtir þannig undir hugmyndir um gamla tíma. Og slagorðið? Jú, að sjálfsögðu:
ERT ÞÚ HÚSBÓNDI Í ÞÍNU HERBERGI?
Hobbýið er sem sagt ekki fjölskylduvænna en þetta - endurvakning á úreltum gildum feðraveldisins, sem því miður lifa svo afskaplega vel í okkar samfélagi. Kannski þau séu ekki eins úrelt og margur heldur? Pierre Bourdieu sagði að það eina sem hefði breyst væri að völd karla væru ekki lengur óvéfengd. Í auglýsingu dagsins sjáum við í það minnsta að krafan er sú að karlar séu húsbóndar. Það þýðir að þeir eigi að ráða - og fjölskyldan, konur og börn, geta bara gjört svo vel að hlýða! Væntanlega með því að spila þá leiki sem húsbóndanum þóknast! Skyldi auglýsingin eiga að vísa í leyndan draum karlmanna um... feðraveldi í stað jafnréttis?