„Hobbý eru ekki bara stráka“ Svona hljómar fyrirsögn í 24 stundum í dag. Þar er Arnaldur Haukur Ólafsson í viðtali af tilefni opnunnar á nýrri verslun með hobbývörur. Hann segir: „Billjardborð, fótboltaspil eða aðrar svona græjur eru líklega ein fjölskylduvænsta fjárfesting sem dellufólk getur ráðist í. Í stað þess að kaupa vélsleða, mótorhjól eða rándýra stangveiði þar sem þú ferð út af heimilinu til að sinna áhugamálinu ertu að þjappa fjölskyldunni saman og gera eitthvað með henni.“
Svo mörg voru þau orð og þetta hljómar afskaplega vel - alveg þangað til Fréttablaðið er skoðað. Þar á bls 12 er auglýsing frá umræddri verslun. Hún sýnir mynd af vatnsgeiddurm karlmanni að spila billjard. Myndin er í svarthvítu og ýtir þannig undir hugmyndir um gamla tíma. Og slagorðið? Jú, að sjálfsögðu:
ERT ÞÚ HÚSBÓNDI Í ÞÍNU HERBERGI?
Hobbýið er sem sagt ekki fjölskylduvænna en þetta - endurvakning á úreltum gildum feðraveldisins, sem því miður lifa svo afskaplega vel í okkar samfélagi. Kannski þau séu ekki eins úrelt og margur heldur? Pierre Bourdieu sagði að það eina sem hefði breyst væri að völd karla væru ekki lengur óvéfengd. Í auglýsingu dagsins sjáum við í það minnsta að krafan er sú að karlar séu húsbóndar. Það þýðir að þeir eigi að ráða - og fjölskyldan, konur og börn, geta bara gjört svo vel að hlýða! Væntanlega með því að spila þá leiki sem húsbóndanum þóknast! Skyldi auglýsingin eiga að vísa í leyndan draum karlmanna um... feðraveldi í stað jafnréttis?
föstudagur, febrúar 29, 2008
fimmtudagur, febrúar 28, 2008
Uppskrift að góðum morgni
Ef þú átt erfitt með að fara snemma á fætur þá get ég mælt með góðri leið til að byrja daginn... og þetta er reyndar líka góð leið fyrir fólk sem á auðvelt með að fara snemma á fætur! En svona er uppskriftin:
1. Byrja á því að senda hugskeyti svo manni sé boðið að koma og halda fyrirlestur hjá Rotary í Hafnarfirði kl. 7 að morgni!
2. Panta gott veður og snjó.
3. Stilla 3 vekjaraklukkur og fara svo á fætur um leið og fréttir kl. 6 eru búnar.
4. Fara út að skafa bílinn í góða veðrinu og bruna svo inn í Hafnarfjörð. Njóta þess að það eru hér um bil engir bílar á götunum.
5. Spjalla um femínisma í klukkutíma við hresst Rotary fólk! :) Kemur blóðinu af stað að ræða svona mikilvægt málefni.
6. Skafa bílinn aftur áður en haldið er í bæinn. Njóta veðurblíðunnar og ferskleikans sem fylgir snjónum!
7. Keyra í rólegheitum og njóta þess að nú er bíll við bíll og róleg umferð...
Ég er sem sagt glaðvöknuð - fyrir löngu og alsæl með byrjun dagsins. Elska svona snjóaveður og elska að tala um femínisma í góðum hópi!
Life is beautiful, eins og einhver sagði. Er ekki frá því að hægt væri að leysa lífsgátuna ef allir myndu byrja daginn svona ;)
1. Byrja á því að senda hugskeyti svo manni sé boðið að koma og halda fyrirlestur hjá Rotary í Hafnarfirði kl. 7 að morgni!
2. Panta gott veður og snjó.
3. Stilla 3 vekjaraklukkur og fara svo á fætur um leið og fréttir kl. 6 eru búnar.
4. Fara út að skafa bílinn í góða veðrinu og bruna svo inn í Hafnarfjörð. Njóta þess að það eru hér um bil engir bílar á götunum.
5. Spjalla um femínisma í klukkutíma við hresst Rotary fólk! :) Kemur blóðinu af stað að ræða svona mikilvægt málefni.
6. Skafa bílinn aftur áður en haldið er í bæinn. Njóta veðurblíðunnar og ferskleikans sem fylgir snjónum!
7. Keyra í rólegheitum og njóta þess að nú er bíll við bíll og róleg umferð...
Ég er sem sagt glaðvöknuð - fyrir löngu og alsæl með byrjun dagsins. Elska svona snjóaveður og elska að tala um femínisma í góðum hópi!
Life is beautiful, eins og einhver sagði. Er ekki frá því að hægt væri að leysa lífsgátuna ef allir myndu byrja daginn svona ;)
miðvikudagur, febrúar 27, 2008
Innheimta á skuld
Mér finnst eiginlega að tiltekinn maður skuldi mér og 4 öðrum femínistum 300þús skv nýföllnum dómi héraðsdóms í umtöluðu meiðyrðamáli... Geri fastlega ráð fyrir að hann leggi þetta inn á reikninginn minn fljótlega! ;)
þriðjudagur, febrúar 26, 2008
mánudagur, febrúar 25, 2008
Teiknimyndapersónur
Flugvöllurinn
Heyrði í útvarpinu áðan að sýningin með verðlaunatillögunni fyrir nýtt skipulag í Vatnsmýrinni verður sett upp í Háskólatorgi. Lucky me - mig langar nefnilega til að sjá hana og er stundum að þvælast upp í Háskólatorgi... Annars er ég á því að það eigi ekki að færa flugvöllinn. Skil ekki af hverju verið er að skoða Hólmsheiðina ennþá. Hún hentar ekki fyrir flugvöll svo þetta er eins og að henda peningunum út um gluggann. Þar er vindasamt auk þess sem hún er rúmlega 100 metrum yfir sjávarmál. Heyrði að skýjalag væri ca 165 m yfir sjávarmál þannig að allar aðstæður eru mun erfiðari heldur en á núverandi flugvelli. Ég er líka á því að flugvöllurinn eigi að vera miðsvæðis. Annaðhvort þarf að finna mun betra svæði en nú er verið að tala um eða þá að flugvöllurinn á bara að fá að sitja sem fastast. Nær væri að takmarka umferð um hann og láta einungis innanlandsflug, sjúkraflug og gæsluflug fara þar í gegn. Einkaþoturnar ættu að fara til Keflavíkur. Sömuleiðis Grænlands- og Færeyjaflugið. Ef mikið ónæði er af fluginu er líka hægt að senda flugnemana til Keflavíkur.
föstudagur, febrúar 22, 2008
Athugasemdir
Á eftir að blogga um fundinn sem ég fór á hjá Samfylkingunni á miðvikudaginn. Var boðið þangað til að tala um manneklu í kvennastéttum og áhrifum á jafnrétti kynjanna og efnahaginn. Mjög skemmtilegur fundur, enda finnst mér alltaf gott að fá að tala um mitt hjartans mál!
Sé líka að nauðsynlegt er að tiltaka það hér að kommentum frá andfemínískum karlrembum verður eytt út... geri kröfu um málefnalega umræðu og kurteisi. Það ætti ekki að vera neinum ofviða. Tek hins vegar ekki í mál að leyfa einhverjum skemmdarvörgum að vaða hér uppi í þeim tilgangi að afhjúpa sitt hatur á kvenfólki - þó reyndar mér finnist ágætt að fá þau viðhorf upp á borðið. Sumir átta sig þá á af hverju enn er þörf fyrir baráttuna. Fátt aflar okkur meira fylgis, ef út í það er farið. En ég nenni engan veginn að hafa þennan dónaskap á mínu bloggi. Þeir sem eru andvígir jafnréttisbaráttunni geta bara gjört svo vel að vera kurteisir í athugasemdum sínum!
Sé líka að nauðsynlegt er að tiltaka það hér að kommentum frá andfemínískum karlrembum verður eytt út... geri kröfu um málefnalega umræðu og kurteisi. Það ætti ekki að vera neinum ofviða. Tek hins vegar ekki í mál að leyfa einhverjum skemmdarvörgum að vaða hér uppi í þeim tilgangi að afhjúpa sitt hatur á kvenfólki - þó reyndar mér finnist ágætt að fá þau viðhorf upp á borðið. Sumir átta sig þá á af hverju enn er þörf fyrir baráttuna. Fátt aflar okkur meira fylgis, ef út í það er farið. En ég nenni engan veginn að hafa þennan dónaskap á mínu bloggi. Þeir sem eru andvígir jafnréttisbaráttunni geta bara gjört svo vel að vera kurteisir í athugasemdum sínum!
fimmtudagur, febrúar 21, 2008
Stadsetning
Mogginn hefur ákvedid ad koma til móts vid bloggara sem ekki vilja auglysingar á blogginu sínu med thví ad bjóda theim ad greida fyrir auglysingaleysi. Gott hjá Mogganum ad bjóda valkost. Mér finnst thetta samt dyrt, 3600 á ári, og vel frekar ad vera á fríkeypis bloggi... Ætla sem sagt ad halda áfram ad vera hér.
miðvikudagur, febrúar 20, 2008
iPhone í hnattvæddum heimi
Aldrei þessu vant fjallaði pistillinn minn í Viðskiptablaðinu ekki um jafnrétti heldur tækni, nánar tiltekið iPhone. Hér er pistillinn sem birtist í Viðskiptablaðinu í dag:
iPhone í hnattvæddum heimi
Apple setti iPhone á markað í Bandaríkjunum þann 29. júní 2007. Segja má að um hálfgerða byltingu á símamarkaði hafi verið að ræða, en iPhone sameinar í eitt tæki síma, þráðlausa nettengingu og iPod spilara. iPhone prýða að auki tækninýjungar eins og fjölsnertiskjár. Apple seldi 3,7 milljón iPhone síma á síðasta ári. Afar áhugavert er að rýna í markaðsstefnu og markaðssetningu á iPhone og viðbrögð neytenda við læstum síma.
Eitt símafyrirtæki í hverju landi
Apple gerði einkasölusamning við AT&T símafyrirtækið í Bandaríkjunum. Samningurinn er til 5 ára og þýðir að símar sem seldir eru í Bandaríkjunum virka eingöngu með símkorti frá AT&T. Til að virkja símann þurfa neytendur að skuldbinda sig í 2 ár hjá AT&T. Apple fær hluta af tekjum AT&T og eftir yfirlegu yfir ársskýrslu Apple hafa sérfræðingar áætlað að Apple fái frá 10 – 18 USD á mánuði fyrir hvern símasamning, sem er hærra en þekkist fyrir aðra einkasölusamninga. Apple hefur farið svipaða leið við markaðssetningu á símanum í Evrópu og gert einkasölusamninga við fyrirtæki í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Frönsk lög heimila hins vegar ekki læsingu á símanum og því er hægt að fá ólæstan síma á hærra verði í Frakklandi.
Hakkarar af hugsjón
Aðdáendur iPhone hafa ekki tekið markaðsstefnu Apple þegjandi og hljóðalaust. Tvö mál hafa verið höfðuð í Bandaríkjunum þar sem því er haldið fram að um einokunartilburði sé að ræða. Vodafone í Þýskalandi fór í mál en tapaði. En neytendur í hnattvæddum heimi deyja ekki ráðalausir. Fjölmargir hakkarar hafa unnið hörðum höndum að því að aflæsa símana með góðum árangri. Sumir hakkaranna eru drifnir áfram af þeirri hugsjón að markaðsstefna Apple sé í ætt við einokun eða í það minnsta samkeppnishamlandi tilburði þar sem neytendur geti ekki valið sér símafyrirtæki eftir eigin höfði heldur eru neyddir í viðskipti við eitt tiltekið símafyrirtæki.
Hátt hlutfall hakkaðra síma
Mismunur á seldum símum hjá Apple og skráðum samningum hjá símafyrirtækjunum með einkasölusamninga á síðasta ári var 1,4 milljón eintök eða hátt í 40%. Ekki er búist við að allir símarnir séu hakkaðir en áætlað er að um 25% af heildarfjöldanum séu aflæstir. Margir þeirra eru fluttir til landa þar sem iPhone hefur enn ekki verið markaðssettur, svo sem Íslands og Kína. Svo virðist sem Apple hafi tekist frábærlega að skapa eftirvæntingu fyrir vöruna og hefur uppfyllt væntingar neytenda um gæði símans. Á hinn bóginn er markaðsstefnan algjörlega úr takt við það sem búast mætti við af framsýnu fyrirtæki í hnattvæddum heimi. Ekki nóg með að síminn sé spyrtur saman við eitt símafyrirtæki í hverju landi, heldur er hann enn einungis fáanlegur í fáum löndum og læst er á hugbúnað frá þriðja aðila, þ.e. einungis er hægt að nota símann með hugbúnaði frá Apple. Hakkarar hafa reyndar einnig fundið leið fram hjá þessu.
Löglegt að aflæsa
Ákvörðun Apple um að gera einkasamning við AT&T verður örlítið skiljanlegri í ljósi þess að flestir farsímar í Bandaríkjunum eru læstir. Neytendur geta keypt þá á lægra verði gegn langtímasamningi við símafyrirtækið. Hins vegar virðist vera löglegt að hakka símana til að aflæsa þá. Í það minnsta hefur aflæsing síma verið undanskilin höfundarréttarlögum í Bandaríkjunum þó ekki hafi reynt á hvort hakkarar megi dreifa upplýsingum um hvernig aflæsa á símana. Umræðan um læsta síma hefur breyst í kjölfar iPhone og ljóst er að neytendur láta fátt stoppa sig þegar byltingarkennd tækninýjung sem þeir vilja ólmir eignast er kynnt til sögunnar. Framtíðin verður síðan að leiða í ljós hvaða áhrif markaðsstefna Apple hefur á ímynd fyrirtækisins og samkeppnisforskot til lengri tíma litið.
iPhone í hnattvæddum heimi
Apple setti iPhone á markað í Bandaríkjunum þann 29. júní 2007. Segja má að um hálfgerða byltingu á símamarkaði hafi verið að ræða, en iPhone sameinar í eitt tæki síma, þráðlausa nettengingu og iPod spilara. iPhone prýða að auki tækninýjungar eins og fjölsnertiskjár. Apple seldi 3,7 milljón iPhone síma á síðasta ári. Afar áhugavert er að rýna í markaðsstefnu og markaðssetningu á iPhone og viðbrögð neytenda við læstum síma.
Eitt símafyrirtæki í hverju landi
Apple gerði einkasölusamning við AT&T símafyrirtækið í Bandaríkjunum. Samningurinn er til 5 ára og þýðir að símar sem seldir eru í Bandaríkjunum virka eingöngu með símkorti frá AT&T. Til að virkja símann þurfa neytendur að skuldbinda sig í 2 ár hjá AT&T. Apple fær hluta af tekjum AT&T og eftir yfirlegu yfir ársskýrslu Apple hafa sérfræðingar áætlað að Apple fái frá 10 – 18 USD á mánuði fyrir hvern símasamning, sem er hærra en þekkist fyrir aðra einkasölusamninga. Apple hefur farið svipaða leið við markaðssetningu á símanum í Evrópu og gert einkasölusamninga við fyrirtæki í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi. Frönsk lög heimila hins vegar ekki læsingu á símanum og því er hægt að fá ólæstan síma á hærra verði í Frakklandi.
Hakkarar af hugsjón
Aðdáendur iPhone hafa ekki tekið markaðsstefnu Apple þegjandi og hljóðalaust. Tvö mál hafa verið höfðuð í Bandaríkjunum þar sem því er haldið fram að um einokunartilburði sé að ræða. Vodafone í Þýskalandi fór í mál en tapaði. En neytendur í hnattvæddum heimi deyja ekki ráðalausir. Fjölmargir hakkarar hafa unnið hörðum höndum að því að aflæsa símana með góðum árangri. Sumir hakkaranna eru drifnir áfram af þeirri hugsjón að markaðsstefna Apple sé í ætt við einokun eða í það minnsta samkeppnishamlandi tilburði þar sem neytendur geti ekki valið sér símafyrirtæki eftir eigin höfði heldur eru neyddir í viðskipti við eitt tiltekið símafyrirtæki.
Hátt hlutfall hakkaðra síma
Mismunur á seldum símum hjá Apple og skráðum samningum hjá símafyrirtækjunum með einkasölusamninga á síðasta ári var 1,4 milljón eintök eða hátt í 40%. Ekki er búist við að allir símarnir séu hakkaðir en áætlað er að um 25% af heildarfjöldanum séu aflæstir. Margir þeirra eru fluttir til landa þar sem iPhone hefur enn ekki verið markaðssettur, svo sem Íslands og Kína. Svo virðist sem Apple hafi tekist frábærlega að skapa eftirvæntingu fyrir vöruna og hefur uppfyllt væntingar neytenda um gæði símans. Á hinn bóginn er markaðsstefnan algjörlega úr takt við það sem búast mætti við af framsýnu fyrirtæki í hnattvæddum heimi. Ekki nóg með að síminn sé spyrtur saman við eitt símafyrirtæki í hverju landi, heldur er hann enn einungis fáanlegur í fáum löndum og læst er á hugbúnað frá þriðja aðila, þ.e. einungis er hægt að nota símann með hugbúnaði frá Apple. Hakkarar hafa reyndar einnig fundið leið fram hjá þessu.
Löglegt að aflæsa
Ákvörðun Apple um að gera einkasamning við AT&T verður örlítið skiljanlegri í ljósi þess að flestir farsímar í Bandaríkjunum eru læstir. Neytendur geta keypt þá á lægra verði gegn langtímasamningi við símafyrirtækið. Hins vegar virðist vera löglegt að hakka símana til að aflæsa þá. Í það minnsta hefur aflæsing síma verið undanskilin höfundarréttarlögum í Bandaríkjunum þó ekki hafi reynt á hvort hakkarar megi dreifa upplýsingum um hvernig aflæsa á símana. Umræðan um læsta síma hefur breyst í kjölfar iPhone og ljóst er að neytendur láta fátt stoppa sig þegar byltingarkennd tækninýjung sem þeir vilja ólmir eignast er kynnt til sögunnar. Framtíðin verður síðan að leiða í ljós hvaða áhrif markaðsstefna Apple hefur á ímynd fyrirtækisins og samkeppnisforskot til lengri tíma litið.
mánudagur, febrúar 18, 2008
Hlutverk fjölmiðla
Mér finnst áhugavert að ræða hlutverk fjölmiðla í tilefni af danska skopmyndamálinu. Þegar jafnrétti kynjanna ber á góma við fjölmiðla hef ég oftar en einu sinni og oftar en tvisvar fengið að heyra að það sé ekki hlutverk fjölmiðla að vera í réttindabaráttu heldur að flytja fréttir. Þetta hefur oft verið sagt út af hlutfalli kynjanna í fjölmiðlum - mál sem ég kalla ekki hluta af réttindabaráttu af hálfu fjölmiðla heldur einfaldlega hluta af hversu faglegir fjölmiðlar eru. Þeirra hlutverk er að flytja fréttir af öllum, ekki bara helmingi mannskyns (hlutföll kynjanna í fjölmiðlum eru ca 75/25).
Nú bregður svo við í danska skopmyndamálinu að fjölmiðlar ákveða að fara í réttindabaráttu. Svo á að heita sem að þetta sé í nafni málfrelsis. Í mínum huga er þetta þó meira í átt við stríðsyfirlýsingu heldur en baráttu fyrir málfrelsi. Öll eigum við eitthvað sem er okkur heilagt. Það er bara mismunandi hvað það er. Mér finnst ágætt að líkja þessu við þegar Harry Bretaprins mætti í nasistabúningi á grímuball. Svoleiðis gera menn ekki á vesturlöndum. Það er eitthvað sem er okkur heilagt, enda fékk Harry prins skömm í hattinn fyrir. Miðað við viðbrögð fjölmiðla nú hefði Harry prins átt að segja að hann hefði málfrelsi og mæta síðan í nasistabúningnum reglulega - bara til að berjast fyrir málfrelsinu! Gáfulegt? Nei, svo sannarlega ekki. Það má ekki gleymast að þó hér ríki málfrelsi þá þýðir það ekki að orðin (eða aðgerðirnar) séu innantóm og án merkingar. Fólk og fjölmiðlar þurfa líka að íhuga hvað verið er að segja. Rétt eins og búningurinn hans Harrys var hluti af tjáningu þá eru viðbrögð fjölmiðla nú hluti af tjáningu. Það er ekki bara verið að segja „við höfum málfrelsi“ heldur er líka verið að segja „okkur er skítsama um þína trú og það sem er þér heilagt - við áskiljum okkur rétt til að gera grín að því og þar með að gera lítið úr þér“. Fyrirfram var vitað að slík yfirlýsing jafngilti stríðsyfirlýsingu og myndi hafa ýmis áhrif í för með sér fyrir Danmörk og danska ríkisborgara. Og þá kemur að spurningunni - hafa fjölmiðlar þennan rétt? Er það ekki stjórnvalda að ákveða hvort farið sé í stríð eða ekki? Mega fjölmiðlar fara í stríð, ekki í þágu þess að flytja fréttir, heldur í þágu einhvers málefnins sem þeir kjósa að berjast fyrir á sínum eigin forsendum óháð öllu öðru?
Annars væri gaman að gera lista yfir það sem er okkur Vesturlandabúum heilagt. Þrjú atriði sem mér detta í hug: fánar, bókabrennur og nasistabúningar. Eitthvað fleira?
Nú bregður svo við í danska skopmyndamálinu að fjölmiðlar ákveða að fara í réttindabaráttu. Svo á að heita sem að þetta sé í nafni málfrelsis. Í mínum huga er þetta þó meira í átt við stríðsyfirlýsingu heldur en baráttu fyrir málfrelsi. Öll eigum við eitthvað sem er okkur heilagt. Það er bara mismunandi hvað það er. Mér finnst ágætt að líkja þessu við þegar Harry Bretaprins mætti í nasistabúningi á grímuball. Svoleiðis gera menn ekki á vesturlöndum. Það er eitthvað sem er okkur heilagt, enda fékk Harry prins skömm í hattinn fyrir. Miðað við viðbrögð fjölmiðla nú hefði Harry prins átt að segja að hann hefði málfrelsi og mæta síðan í nasistabúningnum reglulega - bara til að berjast fyrir málfrelsinu! Gáfulegt? Nei, svo sannarlega ekki. Það má ekki gleymast að þó hér ríki málfrelsi þá þýðir það ekki að orðin (eða aðgerðirnar) séu innantóm og án merkingar. Fólk og fjölmiðlar þurfa líka að íhuga hvað verið er að segja. Rétt eins og búningurinn hans Harrys var hluti af tjáningu þá eru viðbrögð fjölmiðla nú hluti af tjáningu. Það er ekki bara verið að segja „við höfum málfrelsi“ heldur er líka verið að segja „okkur er skítsama um þína trú og það sem er þér heilagt - við áskiljum okkur rétt til að gera grín að því og þar með að gera lítið úr þér“. Fyrirfram var vitað að slík yfirlýsing jafngilti stríðsyfirlýsingu og myndi hafa ýmis áhrif í för með sér fyrir Danmörk og danska ríkisborgara. Og þá kemur að spurningunni - hafa fjölmiðlar þennan rétt? Er það ekki stjórnvalda að ákveða hvort farið sé í stríð eða ekki? Mega fjölmiðlar fara í stríð, ekki í þágu þess að flytja fréttir, heldur í þágu einhvers málefnins sem þeir kjósa að berjast fyrir á sínum eigin forsendum óháð öllu öðru?
Annars væri gaman að gera lista yfir það sem er okkur Vesturlandabúum heilagt. Þrjú atriði sem mér detta í hug: fánar, bókabrennur og nasistabúningar. Eitthvað fleira?
sunnudagur, febrúar 17, 2008
iPhone
iPhone er med flottari græjum og flottasti sími sem ég hef séd. Hins vegar skil ég ekki stefnuna sem Apple tók vardandi markadssetningu á símanum. Apple hefur lagt mikid á sig til ad byggja upp flotta ímynd af framsynu fyrirtæki sem er med puttann á púlsinum. Nú bregdur svo vid ad Apple velur leid sem er gjörsamlega á skjön vid thad althjódaumhverfi sem vid búum í. Einokunarsamningar fara ekki vel í markhóp Apple og ég er sannfærd um ad fyrirtækid mun tapa stórt á thessu til langs tíma litid. Tækniforskotid endist ekki endalaust og samkeppnisadilar munu bjóda svipada sími ádur en langt um lídur. En græjan er flott...
Thetta er skrifad á iPhone.
Thetta er skrifad á iPhone.
miðvikudagur, febrúar 13, 2008
Besti frambjóðandinn!
Ég held með Hillary - ekki bara af því að það er tímabært að kona verði forseti Bandaríkjanna heldur einnig vegna þess að ég og hún eigum flest sameiginlegt um málefnin! Krossa svo fingur að McCain vinni ekki... við erum 7% sammála og mér sýnist á þessu prófi að það sé aðeins eitt sem þessi 7% standa fyrir. Við erum sammála um að ekki eigi að binda í stjórnarskrá Bandaríkjanna að hjónaband eigi eingöngu að vera á milli karls og konu!
Clinton: 66
Obama: 59
Gravel: 55
Paul: 20
Romney: 12
McCain: 7
Huckabee: 2
Hillary Clinton Score: 66 | |||
-- Take the Quiz! -- |
Clinton: 66
Obama: 59
Gravel: 55
Paul: 20
Romney: 12
McCain: 7
Huckabee: 2
Karlakvóti
Í gær var tilkynnt um styrki til eflingar atvinnumála kvenna. Ekki er að því að spyrja að sumum finnst þetta hin mesta fásinna og telja að þetta sé mismunun á grundvelli kyns þar sem karlar fá ekki þessa styrki. Eins og svo oft áður er gott að skoða málið nánar. Við búum ekki í samfélagi jafnréttis. Það ætti að vera öllum ljóst... og öll tölfræði sýnir okkur þetta svart á hvítu. Konur og karlar eru alin upp á mismunandi hátt, ólík viðhorf eru til kynjanna og þar af leiðandi ólíkar væntingar. Karlar hafa mun meiri völd en konur en það sem er sérstaklega vert að vekja athygli á er að karlar eru viðmiðið í samfélaginu, sbr að ef sagt er að í kvöld verði landsleikur í handbolta velkist enginn í vafa um að þarna er átt við landsleik í karlahandbolta. Konur eru frávikið sem er nefnt - landsleikur í kvennahandbolta.
Nú nýlega voru kynntar til sögunnar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kvótaskerðingar. Fjölmargar konur og karlar missa vinnuna vegna kvótaskerðingarinnar en mótvægisaðgerðirnar miða að mestu leyti að því að skapa ný störf fyrir karla. Áætlað er að aðgerðirnar skapi 500 - 600 ný störf, mestmegnis karlastörf. Mótvægisaðgerðirnar eru hins vegar ekki kallaðar „mótvægisaðgerðir fyrir karla“. Misréttið er því falið, gert ósýnilegt. Hins vegar er kynið dregið sérstaklega fram í þeim mótvægisaðgerðum við misréttið þar sem Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra veitir styrki til eflingar atvinnumálum kvenna. Munurinn á fjárhæðum er gígantískur. Konur fá tæpar 16 milljónir. Karlarnir fá 10,5 milljarða. Konurnar fá sem svarar 0,15% af því fjármagni sem karlarnir fá... Konurnar eiga reyndar von á 50 milljónum í viðbót. Þá eru þær komnar með 0,6% af því fjármagni sem karlmennirnar fá. Já - lífið er svo sannarlega réttlátt og full ástæða til að kvarta yfir styrkjum til atvinnumála kvenna!
Hér má lesa frétt á mbl.is þar sem fram kemur að mótvægisaðgerðirnar gagnist fyrst og fremst karlmönnum.
mánudagur, febrúar 11, 2008
Fæðingarorlofssjóður - nýja frumvarpið
Er enn að venjast gamla blogginu mínu upp á nýtt... viðurkenni að ég er bara ferlega spæld út í mbl.is fyrir þessar fjárans auglýsingar. Prinsippsins vegna get ég ekki verið þar áfram en hefði svo gjarnan viljað sleppa þessu veseni, sérstaklega vegna þess að ég var nýbyrjuð að blogga aftur og akkúrat í augnablikinu finnst mér súpergóð hugmynd að halda áfram í bloggpásu :)
En... ætla samt að segja að það er flott hjá Jóhönnu að leggja fram frumvarp um breytingar á fæðingarorlofslögunum. Í fljótu bragði sínast mér breytingarnar vera til batnaðar. Eflaust eiga einhverjir hnökrar eftir að koma í ljós en vonandi sem fæstir. Það er löngu tímabært að breyta útreikningi, tveggja ára tímabil er allt of langur tími, auk þess sem það er hreinlega letjandi fyrir ungt fólk að eignast börn. Ekki að mér finnist að ríkið eigi að skipta sér af barneignum en fæðingarorlofssjóður einn og sér er auðvitað „afskipti“ og hann hefur áhrif - og þá er eins gott að þau áhrif séu minimal í þá veru að foreldrar plani ekki barneignir of mikið út frá hvenær þau hafi haft góðar tekjur nægjanlega lengi til að fá nægjanlegar greiðslur úr sjóðnum. Yfirfærslan á réttindum sýnist mér líka vera gott mál.
Nú er bara spurningin um hvenær orlofið verður lengt! Hér er svo linkur á helstu breytingar.
En... ætla samt að segja að það er flott hjá Jóhönnu að leggja fram frumvarp um breytingar á fæðingarorlofslögunum. Í fljótu bragði sínast mér breytingarnar vera til batnaðar. Eflaust eiga einhverjir hnökrar eftir að koma í ljós en vonandi sem fæstir. Það er löngu tímabært að breyta útreikningi, tveggja ára tímabil er allt of langur tími, auk þess sem það er hreinlega letjandi fyrir ungt fólk að eignast börn. Ekki að mér finnist að ríkið eigi að skipta sér af barneignum en fæðingarorlofssjóður einn og sér er auðvitað „afskipti“ og hann hefur áhrif - og þá er eins gott að þau áhrif séu minimal í þá veru að foreldrar plani ekki barneignir of mikið út frá hvenær þau hafi haft góðar tekjur nægjanlega lengi til að fá nægjanlegar greiðslur úr sjóðnum. Yfirfærslan á réttindum sýnist mér líka vera gott mál.
Nú er bara spurningin um hvenær orlofið verður lengt! Hér er svo linkur á helstu breytingar.
„Blaðamannafundurinn“
Held að ekkert toppi dramað sem er í gangi í borginni núna, ekki einu sinni gubbupestin sem ég nældi mér í um helgina!
Þessi blaðamannafundur áðan var með ólíkindum. Einhver ætti að gauka að Vilhjálmi að fá sér PR mann... (eða skipta um). Maður í óvinsælli stöðu heldur ekki blaðamannafund þar sem hann lætur fjölmiðla bíða í eina og hálfa klukkustund til að tilkynna að hann ætli ekki að gera neitt. Þetta eru örugglega ekki ráð frá Dabba því það var jú hann sem sagði „svona gera menn ekki“! Annars bíð ég líka spennt eftir því að vonarstirnin í flokknum finni símana sína og byrji að svara í þá. Ég held að það sé fínt að rifja upp núna að það reynist yfirleitt farsælast að fylgja sínum prinsippum! Ég held líka að þessi órói út af því hver eigi að taka við af Vilhjálmi sé ofsögum sagt - Hanna Birna er næst á listanum og hún er sú sem minnstur styr stendur um (þó Gísli Marteinn sé líka fínn... það er ekki málið). Hanna Birna hefur sýnt og sannað að hún er öflugur leiðtogi og er verðugur fjórði borgarstjóri þessa kjörtímabils... sem reyndar hljómar ekki mjög kræsilega og kannski er styrinn út af því - enginn vill taka við!
Þessi blaðamannafundur áðan var með ólíkindum. Einhver ætti að gauka að Vilhjálmi að fá sér PR mann... (eða skipta um). Maður í óvinsælli stöðu heldur ekki blaðamannafund þar sem hann lætur fjölmiðla bíða í eina og hálfa klukkustund til að tilkynna að hann ætli ekki að gera neitt. Þetta eru örugglega ekki ráð frá Dabba því það var jú hann sem sagði „svona gera menn ekki“! Annars bíð ég líka spennt eftir því að vonarstirnin í flokknum finni símana sína og byrji að svara í þá. Ég held að það sé fínt að rifja upp núna að það reynist yfirleitt farsælast að fylgja sínum prinsippum! Ég held líka að þessi órói út af því hver eigi að taka við af Vilhjálmi sé ofsögum sagt - Hanna Birna er næst á listanum og hún er sú sem minnstur styr stendur um (þó Gísli Marteinn sé líka fínn... það er ekki málið). Hanna Birna hefur sýnt og sannað að hún er öflugur leiðtogi og er verðugur fjórði borgarstjóri þessa kjörtímabils... sem reyndar hljómar ekki mjög kræsilega og kannski er styrinn út af því - enginn vill taka við!
föstudagur, febrúar 08, 2008
Aftur á blogspot
Ætli sé ekki best að byrja á sama stað og Moggabloggið endar. Þar sem ég er ekki til í að blogga ókeypis með auglýsendur á síðunni þá færði ég mig aftur yfir á blogspot...
Ástæður fyrir því að ég vil ekki vera með auglýsingar á blogginu:
1. Sumar auglýsingar viðhalda kynhlutverkum sem byggja á misrétti.
2. Sum fyrirtæki eiga sér þannig sögu varðandi auglýsingar að ég vil ekki auglýsa þau.
3. Ég er ekki ókeypis auglýsingaskilti og er ekki til í að auglýsa hvað sem er, fyrir hvern sem er án þess að hafa nokkra stjórn á því sjálf - og skil þar að auki ekki af hverju ég á að vera í því hlutverki að auglýsa fyrirtæki ókeypis... Ekki beint mín hugmynd um „góðgerðarstarfsemi“.
Að því sögðu þá skil ég vel að Mogginn skuli vilja fá tekjur af blogginu. Ég hef hins vegar litið svo á að hagkvæmasta lausnin fyrir Moggann og bloggara væri að bloggarar fái frítt svæði hjá Mogganum. Á móti kæmi að bloggið eykur umferð um mbl.is og þar af leiðandi er hægt að selja plássið þar á hærra verði auk þess sem auðveldara er að fá auglýsendur til að auglýsa þar. Einnig væru auglýsingar á blog.is síðunni - sem er viðbótarauglýsingapláss. Þessu til viðbótar birtir Mogginn efni úr bloggum, sem getur þá bæði verið hagur Moggans og bloggarans. Mogginn fær ókeypis efni í blaðið og bloggarinn fær birtingu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)