þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Speki dagsins

Ef maðurinn væri skynsemisvera lifðum við í fullkomnum heimi.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sakna þín. Getum við ekki hist í kaffi fljótlega?

katrín anna sagði...

Júúúú - löngu tímabært! :) Hringjumst á.

Nafnlaus sagði...

Rangt!

Heimurinn væri alls ekki fullkominn. Enda er ekki hægt að gera hann fullkomin. Hversu skemmtilegt væri það ef allir létu skynsemina ráða? Stundum eru það heimskulegu hlutirnir sem við gerum sem gera lífið skemmtilegt og krydda tilveruna.

Hinsvegar mætti alveg jafna út óskynsemina með aðeins meiri skynsemi á tíðum.

katrín anna sagði...

Já en manuel ef við værum skynsöm gætum við verið skynsamlega óskynsöm! Held mig því við speki dagsins :-þ

Hringbrautin sagði...

Fín speki.:) Manuel, það er líka stundum skynsamlegt að vera óskynsamur.

Nafnlaus sagði...

Stend ennþá við að óskynsemi sé óskynsemi og engin skynsemi fólgin í óskynseminni. Þannig að ef það er skynsemi í óskynseminni og öfugt skiptir litlu máli hvort maðurinn sé skynsemisvera, því kannski er skynsamlegra að maðurinn sé þá bara óskynsamlegur?

Stend líka við að heimurinn gæti aldrei verið fullkominn því í fullkomnum heimi færi fullkomnunin í taugarnar á manni, og ef heimurinn væri mjög nálægt því að vera fullkominn en samt nógu fjarri því til að fullkomnunin færi ekki taugarnar á manni. Þá færi það í taugarnar á manni hvað heimurinn væri nálægt því að vera fullkominn án þessa að vera 100%.

Nú man ég af hverju mig langaði ekki að læra heimspeki.

katrín anna sagði...

Já en manuel ef þú værir pirraður væri heimurinn ekki fullkominn!