mánudagur, febrúar 11, 2008

Fæðingarorlofssjóður - nýja frumvarpið

Er enn að venjast gamla blogginu mínu upp á nýtt... viðurkenni að ég er bara ferlega spæld út í mbl.is fyrir þessar fjárans auglýsingar. Prinsippsins vegna get ég ekki verið þar áfram en hefði svo gjarnan viljað sleppa þessu veseni, sérstaklega vegna þess að ég var nýbyrjuð að blogga aftur og akkúrat í augnablikinu finnst mér súpergóð hugmynd að halda áfram í bloggpásu :)

En... ætla samt að segja að það er flott hjá Jóhönnu að leggja fram frumvarp um breytingar á fæðingarorlofslögunum. Í fljótu bragði sínast mér breytingarnar vera til batnaðar. Eflaust eiga einhverjir hnökrar eftir að koma í ljós en vonandi sem fæstir. Það er löngu tímabært að breyta útreikningi, tveggja ára tímabil er allt of langur tími, auk þess sem það er hreinlega letjandi fyrir ungt fólk að eignast börn. Ekki að mér finnist að ríkið eigi að skipta sér af barneignum en fæðingarorlofssjóður einn og sér er auðvitað „afskipti“ og hann hefur áhrif - og þá er eins gott að þau áhrif séu minimal í þá veru að foreldrar plani ekki barneignir of mikið út frá hvenær þau hafi haft góðar tekjur nægjanlega lengi til að fá nægjanlegar greiðslur úr sjóðnum. Yfirfærslan á réttindum sýnist mér líka vera gott mál.

Nú er bara spurningin um hvenær orlofið verður lengt! Hér er svo linkur á helstu breytingar.

Engin ummæli: