sunnudagur, febrúar 17, 2008

iPhone

iPhone er med flottari græjum og flottasti sími sem ég hef séd. Hins vegar skil ég ekki stefnuna sem Apple tók vardandi markadssetningu á símanum. Apple hefur lagt mikid á sig til ad byggja upp flotta ímynd af framsynu fyrirtæki sem er med puttann á púlsinum. Nú bregdur svo vid ad Apple velur leid sem er gjörsamlega á skjön vid thad althjódaumhverfi sem vid búum í. Einokunarsamningar fara ekki vel í markhóp Apple og ég er sannfærd um ad fyrirtækid mun tapa stórt á thessu til langs tíma litid. Tækniforskotid endist ekki endalaust og samkeppnisadilar munu bjóda svipada sími ádur en langt um lídur. En græjan er flott...

Thetta er skrifad á iPhone.

Engin ummæli: