Held að ekkert toppi dramað sem er í gangi í borginni núna, ekki einu sinni gubbupestin sem ég nældi mér í um helgina!
Þessi blaðamannafundur áðan var með ólíkindum. Einhver ætti að gauka að Vilhjálmi að fá sér PR mann... (eða skipta um). Maður í óvinsælli stöðu heldur ekki blaðamannafund þar sem hann lætur fjölmiðla bíða í eina og hálfa klukkustund til að tilkynna að hann ætli ekki að gera neitt. Þetta eru örugglega ekki ráð frá Dabba því það var jú hann sem sagði „svona gera menn ekki“! Annars bíð ég líka spennt eftir því að vonarstirnin í flokknum finni símana sína og byrji að svara í þá. Ég held að það sé fínt að rifja upp núna að það reynist yfirleitt farsælast að fylgja sínum prinsippum! Ég held líka að þessi órói út af því hver eigi að taka við af Vilhjálmi sé ofsögum sagt - Hanna Birna er næst á listanum og hún er sú sem minnstur styr stendur um (þó Gísli Marteinn sé líka fínn... það er ekki málið). Hanna Birna hefur sýnt og sannað að hún er öflugur leiðtogi og er verðugur fjórði borgarstjóri þessa kjörtímabils... sem reyndar hljómar ekki mjög kræsilega og kannski er styrinn út af því - enginn vill taka við!
mánudagur, febrúar 11, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ég held líka að þessi hópur allur, innan sjálfstæðisflokksins, ætti að fá leiðsögn í að skilja hugtakið "að axla ábyrgð" rétt.
Samkvæmt þeim ætti maður t.d. að geta axlað ábyrgð á skuld útí vídeóleigu með því að hætta að leika í bíómyndum í svona 10 mánuði... Vírd.
10 mánuði hvað... 10 mín væru nær lagi! :þ
Skrifa ummæli