fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Uppskrift að góðum morgni

Ef þú átt erfitt með að fara snemma á fætur þá get ég mælt með góðri leið til að byrja daginn... og þetta er reyndar líka góð leið fyrir fólk sem á auðvelt með að fara snemma á fætur! En svona er uppskriftin:

1. Byrja á því að senda hugskeyti svo manni sé boðið að koma og halda fyrirlestur hjá Rotary í Hafnarfirði kl. 7 að morgni!
2. Panta gott veður og snjó.
3. Stilla 3 vekjaraklukkur og fara svo á fætur um leið og fréttir kl. 6 eru búnar.
4. Fara út að skafa bílinn í góða veðrinu og bruna svo inn í Hafnarfjörð. Njóta þess að það eru hér um bil engir bílar á götunum.
5. Spjalla um femínisma í klukkutíma við hresst Rotary fólk! :) Kemur blóðinu af stað að ræða svona mikilvægt málefni.
6. Skafa bílinn aftur áður en haldið er í bæinn. Njóta veðurblíðunnar og ferskleikans sem fylgir snjónum!
7. Keyra í rólegheitum og njóta þess að nú er bíll við bíll og róleg umferð...

Ég er sem sagt glaðvöknuð - fyrir löngu og alsæl með byrjun dagsins. Elska svona snjóaveður og elska að tala um femínisma í góðum hópi!

Life is beautiful, eins og einhver sagði. Er ekki frá því að hægt væri að leysa lífsgátuna ef allir myndu byrja daginn svona ;)

Engin ummæli: