föstudagur, júlí 29, 2005

Strákar í plús, stelpur í mínus

Verð að gefa strákunum plús fyrir að vilja ekki verða hinn íslenski bachelor - og stelpunum mínus fyrir að flykkjast sjálfviljugar í kvennabúr! Elsku stelpur. Það er komin tími til að velja sjálfar í staðinn fyrir að keppast um að verða valdar. ;)

ps. sko bara dugleg á öðrum degi - 2 póst sama daginn. :)

Ráðgáta

Mér er það hulin ráðgáta af hverju Desperate Housewifes er bannað börnum. Ég horfði á þáttinn í gær, eins og endranær, og það helsta sem mér datt í hug er að skilaboðin um að húsmæðrastarfið sé ekki eins gefandi sem full time job og af er látið, sé ekki æskilegur boðskapur fyrir börn - nú á tímum "afturhvarfs til gamalla tíma!" Eða hvað?

Horfði líka á fyrrihlutann af þættinum Swan. Hefði frekar talið hann ekki vera barnaefni... eða fullorðinsefni... ef út í það er farið. :-/

fimmtudagur, júlí 28, 2005

dagur 1 af ???

Jæja, ég valdi ekki besta daginn til að byrja að blogga. Ætla mér að vera í sumarfríi og sem minnst í tölvunni. En hvað með það. Einhversstaðar verður að byrja og ég get þá tekið sumarið í að sjá hvernig gengur.
Búin að vera rosalega dugleg í að forðast tölvuna undanfarna daga. Komin næstum vika síðan ég kveikti á henni síðast. Nokkuð gott afrek miðað við að hafa verið heima og með tölvuna í færi :) Kíkti á Ísland í dag því mig langaði svo að sjá innslagið um brúðkaup sem ég vissi að var sýnt í júlí. Fann það þann 25! Rosafróðlegt og skemmtilegt. Mæli með því. Smellið á linkinn til að skoða http://veftivi.visir.is/veftivi/main.do?treeId=2003&progId=1404&itemId=3046.