fimmtudagur, júlí 28, 2005

dagur 1 af ???

Jæja, ég valdi ekki besta daginn til að byrja að blogga. Ætla mér að vera í sumarfríi og sem minnst í tölvunni. En hvað með það. Einhversstaðar verður að byrja og ég get þá tekið sumarið í að sjá hvernig gengur.
Búin að vera rosalega dugleg í að forðast tölvuna undanfarna daga. Komin næstum vika síðan ég kveikti á henni síðast. Nokkuð gott afrek miðað við að hafa verið heima og með tölvuna í færi :) Kíkti á Ísland í dag því mig langaði svo að sjá innslagið um brúðkaup sem ég vissi að var sýnt í júlí. Fann það þann 25! Rosafróðlegt og skemmtilegt. Mæli með því. Smellið á linkinn til að skoða http://veftivi.visir.is/veftivi/main.do?treeId=2003&progId=1404&itemId=3046.

Engin ummæli: