sunnudagur, ágúst 13, 2006

Málefnaleg gagnrýni?

Er ekki týpískt að fá kvef loksins þegar ég var komin út úr bænum??? Á degi nr. 1! Mæli ekki með því að sitja hálf upp úr heita pottinum ef hann er of heitur. Gæti þýtt að fólk þurfi að bruna aftur í bæinn í staðinn fyrir að fara út í Hrísey... en Hríseyjarferðin bíður betri tíma. Heilsan að skríða saman og allt í gúddí :)

Mæli með að allir kíki inn á bloggið hjá www.byltingarsinni.blogspot.com og horfi á videoið sem er þar. Alveg óborganlegt. Tær snilld.

Það virðist ekkert lát á fólki sem er mjög umhugað um að gera Femínistafélaginu upp skoðanir. Einn þeirra birtist sem gestapenni inn á www.tikin.is og heitir hann Haukur Skúlason. Því miður veit ég ekki hvernig ég get haft upp á Hauki til að leiðrétta þessa villu og svíma sem hann veður í... en greinina hans er að finna á: http://www.tikin.is/tikin/leitarnidurstodur/frettir/?cat_id=20827&ew_0_a_id=223973. Við Hauk er það helst að segja að áður en hans pistill birtist var ég búin að fara í viðtal um Chippendales á Rás 2, skrifa pistil um komu þeirra í Viðskiptablaðið, blogga um þá og skrifa inn á femínistapóstlistann. Allt sem Haukur skrifar um FÍ ætti því að dæma dautt og ómarktækt og setja spurningamerki við tilgang Hauks. Hvaða hagsmuni hefur hann af því að sverta orðspor FÍ og hvernig dettur honum í hug að gera slíkt án þess að kynna sér málið?

Hef tekið eftir því upp á síðkastið að það poppa upp af og til pistlar á tíkinni sem virðast skrifaðir í þeim eina tilgangi að rakka Femínistafélagið niður. Því miður er gagnrýnin sem birtist í pistlunum sjaldnast byggð á málefnalegum grunni heldur eru félaginu (og félagsfólki) gerðar upp skoðanir trekk í trekk. Mér finnst þessi þróun leiðinleg. Femínistafélagið er þverpólitísk samtök og því í raun óskiljanlegt hvers vegna hver hægri sinnaður einstaklingurinn á fætur öðrum telur það vera sitt hlutverk að stilla FÍ upp sem hverjum öðrum pólitískum andstæðingi. Á þessu eru þó ánægjulegar undantekningar, sem betur fer, t.d. heyrði ég Hönnu Birnu tala vel um Femínistafélagið í viðtali um daginn :) en ég man ekki eftir að hafa séð fjallað á jákvæðum nótum um FÍ á tíkinni. Mér detta þó í hug mörg atvik þar sem það hefði verið vel við hæfi - til dæmis allar aðgerðir FÍ sem miða að því að fá markaðinn til að virka með því að gera hann gagnvirkan á milli neytenda og fyrirtækja. Frelsið og frjálshyggjan eiga töluvert mikið undir því að geta komið á þessari gagnvirkri. Ég vona allavega að þau sem ákveða að skrifa neikvæða pistla um FÍ ákveði að kynna sér málin fyrirfram og grennslast fyrir um hvaða skoðanir við höfum áður en okkur eru gerðar upp skoðanir - sem við alls ekki höfum - og það notað til að sverta félagið. Málefnaleg gagnrýni er hins vegar velkomin - eða allaveg umborin ;)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er svakalega léleg grein hjá þessum manni. Ég veit ekkert hvernig þessi miðill virkar en vonandi er enginn að borga þessum manni fyrir vinnuna. Ég er nokkuð sammála þessum manni í nokkrum atriðum. En hann gjörsamlega klúðrar öllu með því að gera fólki og FÍ upp skoðanir.

Ég verð nú að segja að ég sé vel þessa hræsni sem hann talar um. Þó FÍ hafi auðvitað ekki samþykkt þennann viðburð sé ég ekki á heimasíðunni að þessi viðburður sé gagnrýndur. Ungfem og FA hafa heldur ekki gagnrýnt viðburðinn og kvenaþátturinn Óþekkt heldur áfram að tala um nektardans kvena án þess að minnast einu orði á þennann viðburð (af hverju bara nektardans kvena?).

En þó fæstir feministar vilji gagnrýna þennann "kjötmarkað" er að sjálfsögðu ekki hægt að fullyrða að þeir séu fylgjandi þessu... Nema þú beitir fyrir þér orðatiltakinu "Þögn er sama og samþyggi". Það er reyndar rétt hjá þér að þú hefur gagnrýnt fréttamennsku Vísis vegna komu Chipendales. Ég heyrði reyndar ekki viðtalið á rás 2 og því hefur verið eytt af vefnum og svo náttúrulega er enginn séns að nálgast þetta viðskiptablað nema ef þú þekkir konu sem þekkir konu. Þannig að það verður ekki sagt að þú hafir ekki sýnt mótstöðu við þetta. Málið er að þú ert bara eini feministinn sem hefur sýnt mótspyrnu. Það er eins og aðrir feministar finnist þetta ekkert stórmál.

Ég var nú innst inni að vona að feministar myndu vera samkvæmir sjálfum sér og taka þetta föstum tökum. Hélt einhvernvegin að þið mynduð sýna andstöðu ykkar á áberandi hátt líkt og þið gerið þegar kvenmenn fækka fötum. Hélt að þið hefðuð hugsað ykkur að kæfa þessa þróun í fæðingu.

Ég vill samt minna á að ég er ekki á móti komu Chipendales.

kókó sagði...

Atburðurinn er ekki liðinn og því ekki útséð með viðbrögðin...

ErlaHlyns sagði...

Nú hefur Erla Margrét Gunnarsdóttir skrifað nánast samskonar grein á vef Heimdellinga, sjá http://frelsi.is/greinar/nr/3975
Ég hef sent henni póst og bent henni á að hún fari villur síns vegar. Ég hef ekki fengið svar.

Nafnlaus sagði...

Þetta voru nú meiri mótmælin í kringum þetta. Það var gríðarlegt fjölmiðlafár í kringum þennann viðburð. Allir fjölmiðlar voru undirlagðir þesari sýningu. Maður man varla eftir öðru eins fjölmiðlafári vegna einhvers atburðar. "Auglýsingaherferðin við að hlutgera karla sem bara leikfang hefur aldrei verið jafn viðburðamikil". Hvað gera feministar við þessu. Nú þar sem feministar eru á eftir jafnrétti hefði maður búist við að svona stórri herferð til að auglýsa karlmanslíkamann hefði mætt mikilli andspyrnu. En nei feministar sáust vart á meðan á þessari herferð stóð. Ég verð að segja að ég er mjög vonsvikinn með feministana. Ekki vegna þess að mér finnist þetta svo slæmur viðburður heldur vegna þess að feministar stimpluðu það enn fastar inn hjá fólki að þetta eru bara hagsmunasamtök kvenna sem láta sér fátt um finnast þó að karlmannslíkaminn sé auglýstur(með örlitlum undantekningum). Það fer hins vegar allt í háa loft þegar kvenmannslíkaminn er auglýstur á sama hátt. Kommon feministar!!! Sjáið þið ekki hræsnina???

Svo finnst feministum það skrýtið að einhverjir vilji ekki kalla sig feminista!!! Þið kvartið sárann yfir því að karlar séu ekki að taka nægann þátt í feministahreyfingunni. Allavega er þetta í mínum huga svartur blettur á feminismanum og ég er nú ákveðnari en nokkru sinni fyrr að ég muni aldrei flokka mig sem feminista.