miðvikudagur, júlí 30, 2008

Enn um Baggalút - en nú um fjölmiðla

Fjölmiðlar hafa greinilega tekið þá ákvörðun að grafa undan skilaboðum karlahóps Femínistafélagsins um að karlar segi nei við nauðgunum. Dæmi um það má sjá í leiðara DV í dag og í Fréttablaðinu á bls 23. Fleiri fjölmiðlara hafa valið þessa leið.

Innihaldið í texta Baggalúts var að ungum strákum sem vilji missa sveindóminn BERI að nýta sér ölvunarástand kvenna. Ég hef aldrei upplifað jafnsterkt áður hversu samtrygging karla er mikil þegar kemur að þeirra rétti til að gera hvað sem er við konur. Vona að fjölmiðlar taki sig saman í andlitinu og átti sig á hvaða ábyrgð þeir bera sem fjórða valdið.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl Katrín Anna.
Mikið er ég sammála þér, þetta mál er búið að vera með ólíkindum. Það sem mér blöskrar mest er framganga fjölmiðla og hvernig þjóðin virðist algjörlega sammála að textinn sé bara að lýsa ástandi, þar sem drukkið fólk stundar kynlíf. Ég vil senda alla þjóðina á kynfræðslunámskeið. Femínistar eru bara ofurviðkvæmir, húmorslausir vælukjóar. Hvað er eiginlega í gangi spyr ég bara??
kv. Anna Bentína

katrín anna sagði...

Já, ég er að spá í að flytja til Íran! ;)