fimmtudagur, október 23, 2008

Bara konur sem eiga að þegja?

Þetta er aðeins of súrrealískt fyrir minn smekk - reyndar eins og kreppan öll. 10 karlar - 2 konur. Og pointið er....??? Lýðræði mun aldrei verða að raunveruleika í karlaveldi. leiðin fram á við þýðir að við þurfum að prófa það sem ekki hefur verið prófað áður - lýðræðissamfélag getur aldrei orðið að veruleika nema með margbreytilegum röddum þjóðarinnar.
Vísir, 23. okt. 2008 14:08
Mótmæli boðuð vegna þagnar ráðamanna


Boðað hefur verið aftur til mótmæla gegn ráðamönnum þjóðarinnar á Austurvelli á laugardaginn kemur. Á sama tíma á að mótmæla við Ráðhústorgið á Akureyri og á Seyðisfirði.

Yfirskrift mótmælanna er „Rjúfum þögn ráðamanna og göngum til lýðræðis" og er fólk hvatt til að mæta til að sýna fram á að almenningur hafi rödd og hann finni til. Krafan sé einföld, að ráðamenn rjúfi þögnina eins og það er orðað í tilkynningunni. Á Akureyri verður gengið með blys frá Samkomuhúsinu að Ráðhústorginu klukkan 16 en á sama tíma hefjast mótmælin á Austurvelli og á Seyðisfirði.

Meðal þeirra sem taka munu til máls á Austurvelli eru Þorvaldur Gylfason, Jón Baldvin Hannibalsson, Þráinn Bertelsson, Ómar Ragnarsson, Páll Óskar Hjálmtýrsson, Jóhannes Gunnarsson, Óli Palli útvarpsmaður, rithöfundarnir Ólafur Gunnarsson, Einar Már Guðmundsson og Einar Kárason ásamt Eddu Björgvinsdóttur og Bryndísi Schram. Þá koma ungliðahreyfingar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri - grænna að mótmælunum ásamt Stúdentaráði.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hversu lengi eigum við að láta þetta yfir okkur ganga? Íslenskar konur hafa verið grímulaust kúgaðar í áraraðir. Nú er kominn tími til að segja stopp!

Geir H Haarde!! Hvað ertu að hugsa!?

Lárus Þorvaldsson

p.s. Kata, sendu mér póst.

katrín anna sagði...

Ég er á báðum áttum hvort ég eigi að eyða út athugasemdinni hér fyrir ofan. Fékk póst í dag frá Konráði Jónssyni þar sem hann tjáði mér að Lárus Þorvaldsson hefði ekki skrifað athugasemdina heldur hefðu „vinir“ hans skrifaði það í gærkvöldi til að gera at í honum. Konráð bað mig um að fjarlægja athugasemdina. Væri það samt ekki ritskoðun? Eða að fría þá vinina ábyrgð á gjörðum sínum? Er ekki betra að láta athugasemdina bara standa en koma því á framfæri að hún hefur ekkert með Lárus að gera?

Jú, ég held það. Eflaust að hluta til vegna þess að ég velti því fyrir mér hvaða skilaboð felast í þessu ati. Þýðir þetta að þeir kumpánar eru fullkomlega sáttir við að karlar fari hér með öll völd og að baráttan fyrir jafnrétti kynjanna sé bara hjóm eitt? Þýðir þetta að þeir séu mótfallnir því að konur komi að ákvarðanatöku þjóðarinnar - að það fari konum best að vera þægar úti í horni og bara þegja???

Já, kona spyr sig - og vinina.

Konráð sagði...

Ekkert mál þó að þú viljir ekki fjarlægja athugasemdina, Lárus hafði húmor fyrir þessu og því er það vel fullnægjandi að það komi fram hér að hann skrifaði þetta ekki.

Þakka samvinnuna. Nenni ekki að kýta við þig á þessum vettvangi um dylgjur þínar.

Bestu kveðjur,
Konráð

katrín anna sagði...

Kýtur og dylgjur??? Ætti kannski bara að beina þér inn á bloggið hennar Sóleyjar (soley.blog.is) svo þú getir lesið um drottnunaraðferðirnar 5 sem Berit Ås hefur skilgreint svo skilmerkilega...

En kannski er þetta bara þægileg leið til að svara ekki spurningunum sem ég er að velta fyrir mér. Því miður finnst mörgu fólki jafnrétti vera einn allsherjar brandari. Sú afstaða viðheldur feðraveldinu og kemur í veg fyrir margvísleg lífsgæði - og er t.d. núna búin að kollvarpa þjóðinni. Við værum ekki í þessari stöðu ef einsleitur hópur karla sem sækir fyrirmynd sína til Hellisbúans væri ekki við völd. Það hefur margoft verið sýnt fram á að þetta er ekki leiðin til árangurs og þess hópur hefur sýnt rækilega fram á að þeir eru ekki færir um að stjórna heiminum heldur er þeir betri í að koma öllu til andskotans. Þegar upp er staðið þá veljið þið vinirnir ykkur sjálfir lið og ákveðið sjálfir hvaða málaflokka þið viljið kynna ykkur. Framundan er hörð barátta feðraveldisins við að koma konum á bak við eldavélina. Þið getið tekið þátt í því ef þið viljið - líka óvart sem nytsamir sakleysingjar, eins og það er kallað, sem hafa lapið upp sín lífsgildi frá feðraveldinu og frjálshyggjunni - sem trúa því statt og stöðugt að það sé ekki þess virði að hlusta á konur því það sem karlarnir segja sé bara svo miklu gáfulegra...

Þið þurfið ekkert að svara því hér hver er ástæðan fyrir þessu ati í Lárusi. Svarið er eflaust kristaltært í kollinum á ykkur hvort sem er.

Nafnlaus sagði...

Ég vil byrja á því að hrósa þér fyrir að hafa opið fyrir athugasemdir hér á blogginu þínu.

Mig hefur lengi grunað, og ég held að það sé að byrja að koma í ljós núna, að feminismi og umhverfisvernd séu góðærissport. Að hljómgrunnur fyrir þau sjónarmið snarminnki í takt við versnandi lífskjör og horfur í atvinnulífinu. Þannig held ég t.d að í núverandi árferði myndi klámráðstefnufólkinu sem var úthýst (í fyrra minnir mig), vera velkomið á hvaða hóteli, í hvaða bæjarfélagi sem er. Forgangsröðun breytist og ef þarf að skera ríkisútgjöld verulega niður þyrfti ekki að koma á óvart ef t.d. fæðingarorlof feðra yrði fyrir niðurskurðarhnífnum.

Þessari athugasemd er ekki ætlað að vera gildishlaðin á neinn hátt, heldur er hún blákaldur veruleikinn eins og ég skynja hann.

Einar E.

katrín anna sagði...

Sæll Einar. Tek undir med thér ad thad er full ástæda til ad óttast massívt bakslag, bædi í umhverfis- og jafnréttismálum. Samt eru thetta akkúrat gildin sem eru vænlegust til ad skapa okkur thann heim sem vid flest viljum og erum hvad einna stoltust af. Held ad fáir íslenskir karlmenn vilji t.d. monta sig af thví á erlendri grund ad hér fái konur lítid sem ekkert um málin ad segja. Samt er thad veruleikinn sem their karlar sem fara med völdin eru ad skapa akkúrat núna. Vidmælendur Kastljóssins voru t.d. 5 karlar. Ef fram heldur sem horfir má alveg búast vid miklum landflótta kvenna.

Nafnlaus sagði...

Við Íslendingar viljum bara ekki svona róttækan feminisma hér á klakanum.

katrín anna sagði...

Og þetta segir þú án þess að skilgreina nánar hvað það er... hvað er það sérstaklega sem þú hefur á móti? Að kynferðisglæpamönnum sé refsað? Að kynin fái sömu laun fyrir sömu störf? Að konur og karlar taki ákvarðanir saman?

Það er enginn róttækur femínismi á klakanum... aftur á móti er nóg af öfgafullri karlrembu á sveimi...