mánudagur, ágúst 07, 2006

Fleiri gullkorn

Hér er eitt frá One Angry Girl:
“Ég er ekki femínisti, en...
Ég kann að meta réttinn til að aðstoða við að kjósa mína þjóðkjörnu fulltrúa. Ég nýt þess að geta valið um að vera í buxum eða stuttbuxum ef ég vill. Ég er ánægð með að mér var leyft að læra að lesa og skrifa. Það getur verið mjög hagkvæmt að stjórna hversu mörg börn ég vil eignast. Það er hrikalega gagnlegt að geta opnað bankareikning og eiga eignir á mínu nafni. Mér finnst gott að vita að eiginmaður minn eða kærasti hefur ekki lagalegan rétt til að lemja mig. Það er virkilega flott að eiga sjálf peningana sem ég vinn mér inn.”

Íslenskað af yours truly þar sem ég ætlaði að nota þetta í pistli en hætti svo við...

3 ummæli:

Silja Bára sagði...

snilld!!!!

Nafnlaus sagði...

Svo segja feministar að jafnréttinu sé ekki náð (lol)

katrín anna sagði...

Já enda augljóst mál að við erum ekki komin í höfn. En sjáðu nú hvað við eigum femínistunum samt mikið að þakka :)