þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Ha?!

Hvílíkur fáránlegur skandall ef rétt er að Landsbankinn hafi lánað JÁJ 1,5 milljarða til að kaupa fjölmiðlahluta 365. Þannig að nú eru allir fjölmiðlar í eigu manna sem eru mjög umdeildir í íslensku samfélagi (og þó víðar væri leitað...) og ættu að sjá sóma sinn í því að skila til íslensku þjóðarinnar því sem þeir tóku hér (að okkur forspurðum en út á okkar skuld). Ef Landsbankinn vildi endilega lána þessa peninga hefði verið nær að lána mér þá! Veitir ekki af að fá hér öðruvísi fjölmiðla - ekki meira af því sama.

Engin ummæli: