fimmtudagur, nóvember 06, 2008

Málefnalegur launamunur kynjanna er ekki til

Mætti ég spyrja borgarráð hvað málefnalegur launamunur sé?

Vísir, 06. nóv. 2008 15:54
Enginn ómálefnalegur launamunur á milli kynja hjá borginni

Enginn ómálefnalegur launamunur á milli kynja reyndist í dagvinnulaunum starfsmanna Reykjavíkurborgar í fyrra samkvæmt nýrri úttekt á launamun kynjanna sem kynnt var í borgarráði í dag.

Könnunin var unnin fyrir mannauðsskrifstofu borgarinnar og hún sýnir að dagvinnulaunamunur kynja hefur minnkað verulega, eða úr 15 prósentum árið 1999 í fjögur prósent í fyrra. Munurinn á heildarlaunum kynjanna hefur á sama tíma farið úr 14 prósentum í níu sem er sambærilegt við það sem lægst gerist í erlendum könnunum. Þegar tekið hefur verið mið af innbyrðis röðun starfa reynist enginn ómálefnalegur launamunur hjá borginni sem fyrr segir.

Borgarráð fagnaði niðurstöðunni og segir í bókuninni að ljóst megi vera að sú áhersla sem Reykjavíkurborg hafi til margra ára lagt á jafnrétti kynjanna og aðgerðir til að eyða launamun séu að skila sér með þessum mikilvæga árangri.

„Rannsóknin sýnir einnig að launaákvarðanir Reykjavíkurborgar og starfsmat ásamt aukinni menntun og starfsreynslu kvenna hefur skilað miklu til að draga úr launamun kynja hjá Reykjavíkurborg. Rannsóknin staðfestir þannig að með kröftugum ásetningi og skýrum markmiðum er hægt að ná árangri sem um munar til að treysta jafnrétti kynjanna. Borgarráð leggur áherslu á að hér eftir sem hingað til sé kynjajafnrétti skýrt og sameiginlegt markmið borgaryfirvalda," segir í bókuninni.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er væntanlega launamunur sem má rekja til ólíks starfshlutfalls, starfsaldurs o.s.fr.