föstudagur, desember 01, 2006

Aftur og nýbúinn!

Frjálslyndi flokkurinn er að skandalisera enn eina ferðina... Í þetta sinn ákváðu þeir að losa sig við konuna í flokknum - Margréti Sverrisdóttur. Margrét er búin að vera framkvæmdastjóri flokksins og hefur þar að auki lagt á sig ómælda vinnu fyrir flokkinn í hverjum kosningunum á fætur öðrum en sjálfri hefur henni verið skóflað til hliðar. Núna segir formaður flokksins að henni sé sagt upp vegna þess að hún muni leiða annan hvort Reykjavíkurlistann. Það er augljóst að þetta er helbert kjaftæði. Ef það hefði stangast og allt væri í góðu hefði verið rætt við hana og fundin sameiginleg lausn á því hvort og hvenær hún myndi hætta. Í staðinn er henni hent til hliðar - í kjölfarið á því að hún hefur verið eina manneskjan í flokknum sem hefur tjáð sig af viti um hin rasísku ummæli Magnúsar Þórs.

Það er þekkt að konur og karlar fá sitthvora meðferðina. Í pólitík er t.d. talað öðruvísi um konur, þær eru gagnrýndar á persónulegri nótum en karlar, miklu meira er spáð í útlit kvenna og svo eru þær þaggaðar. Þær þurfa líka oftar að segja af sér og fyrir minni syndir en karlarnir - sem sést vel á öllum afsögnum ráðherra á hinum Norðurlöndunum. Nú er Margrét greinilega fyrir körlunum og þá er henni sparkað til hliðar - og ekki einu sinni reynt að fara pent að.

Ég vona að Margrét segi sig úr flokknum og finni sér góðan flokk við hæfi - eða fari bara í sérframboð. Ég er viss um að hún yrði kosin á þing ef hún væri ein á báti! Fengi líklega bara betri kosningu heldur en í fylgitogi með þessum *beep*

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

segðu

Nafnlaus sagði...

Mér fannst bara hárrétt hjá Frjálslyndaflokknum að reka hana úr starfi. Styð það heilshugar.

Vona að flokkurinn finni sér stefnufastan framkvæmdarstjóra - en ekki konu á borð við Margréti sem lét oft stefnuna ráðst af vindátt, líkt og stefna Samfylkingarinnar er.

Guð forði okkur frá því að svona fólk komist úr stjórnarandstöðu.