Jæja, þá er kominn jafnréttisdómur #2 á Háskólann. Þetta lítur ekki vel út...
Silja Bára bloggar um hversu erfitt það er fyrir konu sem er ein á toppnum að synda á móti straumnum. Mæli með þeirri lesningu. Ítreka samt enn og aftur - það er ekki nóg að vera kona til að vilja synda á móti straumnum. Því miður virðist meirihlutinn af báðum kynjum sáttur við að fljóta með straumnum þó hann sé í ranga átt.
ps. Er ég sú eina sem dettur í hug stórar bómullarnaríur og brjóstahaldari þegar ég sé nýja Framsóknarmerkið? Vill einhver plís segja þeim að taka gamla merkið upp aftur... margfalt betra.
þriðjudagur, desember 19, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
þú ert ótrúleg, ég fattaði ekki Bridget Jones brandarann...
Sammála með HÍ dóminn:(
Skrifa ummæli