Frábær úrslit hjá VG um helgina. Loksins kom prófkjör þar sem konum vegnaði vel! Reyndar hefði ég viljað sjá Kristínu Tómas og Andreu Ólafs ná allavega 4. sæti... enda eru þær fyrirmyndarfemínistar.
21 comments:
Nafnlaus
sagði...
Nú er umræða um það að VG ætli að virða jafnréttisáætlun sína (að hafa fléttulista) að vetthugi og mismuna öðru kyninu. Hvað finnst þér um það?
Loksins fá konur brautargengi enda annað varla hægt - það voru það margar konur í framboði.
Það er ekki hægt að hugsa sér lýðræðislegri leið til að velja á lista en prófkjör og þar hafa konur (og reyndar karlar einnig) hafnað konum og er það hið sanna lýðræði. Það gerðist reyndar ekki um helgina - enda ekki annað hægt eins og áður segir.
Nú er bara að sjá hvernig kosningarnar fara - það er hinn stóri dómur. Ég ætla að spá því að VG fái ekki meira en 16-18% fylgi.
Látum þjóðina velja framjóðendur - verum ekki að fara aftur til fornalda og miðstýra því hvernig listar líta út.
Takk fyrir þetta komment Kata mín :-) Ég hefði líka viljað sjá okkur Kristínu últra feminista komast ofar ... en við gerum bara betur næst ;-)
Varðandi komment karlmannsins þá langar mig að segja þetta: í prófkjöri VG voru 10 konur og 20 karlar svo það er ekki hægt að segja að konur hafi þar verið eitthvað óvenju margar. Hins vegar er þetta flokkur sem er alveg örugglega einna sterkastur hvað jafnrétti varðar, bæði hjá konum og körlum. Hjá okkur eru nefnilega líka karlar sem styðja kynjajafnrétti bæði í orðum og verki.
Þú segir að við eigum ekki að fara aftur til fornalda með miðstýringu. Ég vil nú benda þér á það að með því að hagræða listum og koma konum inn meðal karla í efstu sæti er í raun verið að fylgja jafnréttislögum þar sem segir að tryggja skuli jafnan aðgang og þátttöku beggja kynja í stjórnsýslu landsins og pólitík. Einnig vil ég benda þér á það að EKKERT í jafnréttisbaráttunni hefur náðst nema með lögum og reglugerðum og því ekkert nema eðlilegt að koma þurfi á skýrum reglum varðandi prófkjör líka til að tryggja konum sæti á Alþingi og í sveitastjórnum.
Ég myndi því segja akkúrat öfugt við þig karlmaður; setjum mjög skýrar reglur um það hvernig raða skuli á lista í ÖLLUM flokkum og setjum í kosningalög og landslög að ekki sé hægt að bjóða fram lista til Alþingis sem ekki tryggir jöfn hlutföll kynjanna í efstu sætunum!
Varðandi tal um að mismuna kynjum hjá VG þá er þar ekki tal um að virða jafnréttisáætlun VG að vettugi, heldur er það frekar spurning um að virða kvenfrelsis stefnu flokksins og líta á sértækar aðgerðir til að koma konum áfram. VG gerir sér grein fyrir að mögulega er þörf á að leiðrétta meira fyrir konur en karla, þar sem augljóslega hallar á þeirra hlut í stjórnmálum, og mættu fleiri flokkar gera sér grein fyrir því.
Slíkt þyrfti hins vegar ekki að ræða ef hinir flokkarnir sæju sóma sinn í því að vera líka með reglur varðandi kynin í efstu sætum á listum sínum... en það er ekki raunin og því getur VG ekki hagað sér eins og jafnréttinu sé náð ennþá. Hins vegar er hægt að gera það þegar hinir flokkarnir hafa fylgt slíku eftir líka og náð þeirri framsýnu hugsun sem VG er að boða í kvenfrelsismálum.
Andrea þú segir "jafnréttislögum þar sem segir að tryggja skuli jafnan aðgang og þátttöku beggja kynja í stjórnsýslu landsins og pólitík." Þeim er trygður réttur sinn með því að meiga bjóða sig fram, að er ekki hægt að lögbynda það að konur eigi að fá sérmeðferð í samfélagi sem býður fólki upp á lýðræði því slík hygling eins aðila yfir annan er ólögleg þar sem fólkið sem fær að kjósa á rétt á að niðurstöður þeirra séu virtar, til hvers annars erum við að þessu. Svo get ég ekki séð að það sé í verkahring VG að reyna að vinna út heildar mismunun alþingis, þá ætti hann að stefna að því að bjóða bara fram konur, réttara væri fyrir flokkin að sína fólki að honum sé treystandi og standa við i það sem hann setur sér fyrir hendur.
Allir hlutir jafnast út um síðir, það er bara lögmál náttúrunnar, vinnið í ykkar málum áfram, og það mun verða jöfnuður í samfélaginu, en ekki ætlast til þess að það skeði á einni nóttu.
Lögmál náttúrunnar hafa ekki reynst vel í jafnréttisbaráttunni. Ágætt líka að hafa í huga að hér ríkir ekki jafnrétti. Það hallar meira á konur en karla og aðgerðir - og kvótar þurfa að taka mið af því. Þýðir ekkert að láta eins og kynin sitja við sama borð því þau gera það ekki.
Nei þau gera það ekki, en það á ekki að leiðrétt það með kvóta heldur með því að fræða fólk. Konur hafa sama aðgengi að prófkjörum og karlar þeirra vandamál er bara að eins og er eru þær ekki kostnar. Kostningar eru lýðræði og það á að virða, en þetta þarf að laga með því að fólkið í landinu átti sig á því að konum er líka treystandi, ekki með því að traðka á lýðræði með því að setja kvóta á hversu mikið lýðræði má vera í landinu.
Ég sé ekki að kynjakvóti sé eitthvað traðk á lýðræðinu heldur þvert á móti - hann tryggir að bæði kyn hafi jafnan aðgang að lýðræðinu. Af hverju er kjördæmaskipting ekki traðk á lýðræðinu - eða að takmarka kosningarétt og kjörgengi við Íslendinga? Að úthluta þingsætum eftir kyni er ekkert öðruvísi heldur en að úthluta eftir þjóðerni eða kjördæmi. Meira að segja betra en eftir kjördæmi ef út í það er farið vegna þess að kyn hefur mun meiri áhrif á líf fólks heldur en búseta.
Þú þyrftir að fletta upp orðin lýðræði, því það þýðir að lýðurinn ræður, það er að segja þeir ráða sem kjósa. Og kjördæma skifting er allt annað en kynjaskifting, þar sem það þarf að vinna að málefnun á landsbyggðinni sem sjálfselskupúkar í reykjavík horfafram á. En hvað segirðu langar þig til þess að við bjóðum pólverjum litháenum og öllum þeim örðum þjóðernum sem hér búa hlutfallselega jafnmörg sæti á þingi og við íslendingar fáum því ég sé ekki betur en það sé það sem þú biður um. Þeir fiska sem róa og fólkið á að ráða, ekki einhverir sem halda að allt sé svart og hvítt og hægt sé að draga línu í gegnum hópinn miðað við 50% burt séð frá öllum öðrum þáttum sem að honum koma.
Prófaðu að lesa pistilinn "Hvað ef" aftur.... og spáðu svo í hvort að konur geti sætt sig við að karlar fari með meirihluta ákvörðunarvalds. Það hefur sýnt sig að konur koma með mál inn á þing sem karlar gera ekki - mál sem snúa á annan hátt við körlum og konum. Vændi t.d. nærtækt dæmi. Konur komu með málefni eins og dagvistun, fóstureyðingar og margt fleira inn á þing. Lýðræði = lýðurinn ræður. Gott og vel. Eins og staðan er í dag höfum við í þrískiptingu valdsins, lýðræði = karlarnir ráða.
Konur hafa rétt til kjörgengis og kostningar rétt, það eru líka þær sem valda því að karlar eru í meirihluta af því að þær kjós að gera það svo. Þar af leiðandi er það fólkið sem ræður ekki karlarnir, þetta er bara útúrsnúningur úr á standinu hjá þér að líkja lýðræði íslands við karlaveldi, því þar er ekki átti við hverjir ráði á þinginu heldur að við ráðum hverjir sitja fyrir okkar hönd á þinginu.
Það hefur verið sýnt fram á að konur kjósa bæði konur og karla á þing á meðan karlar kjósa nær eingöngu karla, þó kannski fái 1 og 1 kona að fljóta með. Það er því spurning um hversu vel lýðræðið er að virka þegar karlar kjósa eftir kyni en konur ekki. Þar fyrir utan þá hafa íbúar allra kjördæma bæði kjörgengi og kosningarétt, rétt eins og konur. Fyrir kjördæmin er hins vegar virkt kvótakerfi við lýði. Fyrst það er kvóti á kjördæmi - af hverju þá ekki á kyn? Fyrir þá sem eru andsnúnir kynjakvótum ætti að vera rökrétt að vera líka andsnúnir kjödæmakvótum...!
Þetta er náttúrúlega fáránleg samlíking að líkja saman búsetu og því hvaða kyni maður er. Og þú hefur enn ekki svarað því hvort þú viljir lög sem segi að pólverjar eigi skilið jafn mörg þingsæti á íslandi og íslendingar??? Og karlmenn kjósa karlmenn á þing??? Hefurðu einhverjar heimildir fyrir þessu eða er þetta bara eitthvað sem þú hendir fram því það henntar feministum að gera ráð fyrir þessu?? Og þó það sé rétt þá er það réttur þeirra að kjósa þá sem þeim finnst hæfastur, burt séð frá kyni. Ég er ekki að segja að það val sé rétt hjá þeim, en þeir hafa rétt á eigin skoðunum og eigin seðli í kostningum.
Já það eru víst til einhverjar kannanir sem sýna fram á þetta. Er ekki með þær á reiðum höndum en þú heldur vonandi áfram að leita :)
Varðandi Pólverjana... þá finnst mér auðvitað eðlilegt að þeir fái kosningarétt þegar þeir eru orðnir Íslendingar... og eftir því sem sá hópur fer stækkandi er eðlilegt að hópurinn hafi fulltrúa á þingi. Ef Pólverjar væru helmingur Íslendinga væri eðlilegt að þeir væru með ca helming þingmanna... sérstaklega ef þeir eru aldir upp allt sitt líf á allt annan hátt en Íslendingarnir...
Búseta hefur áhrif á valkosti manns - kyn hefur ennþá meiri áhrif. Mæli enn og aftur með Hvað ef pistlinum...
Ég er búin að lesa þann pistil, en fannst lítið til hans koma, fannst þetta koma fyrir mig sem algjörlega innantóm hugleyðing. Soldið eins og hvað ef krókudílar væru bleikir, jú þeir ættu erfiðara með að fela sig, og það vita allir að þetta er ekki að fara að ske.
Kosningarétturinn er nú líklega ekki á leiðinni í burtu - en það er ekki aðalpointið, heldur hverjir hafa valdið og hvernig það getur verið lýðræðislegt að búa í samfelldu karlaveldi... Það eru mörg önnur mál sem er tekið á af stakri linkinnd inn á þingi sem ég er alveg viss um að myndi ekki líðast ef konur og karlar sætu þar í jöfnum hlutföllum. Vændi, kynferðislegt ofbeldi, heimilisofbeldi, klámvæðing, launamunur... þessir málaflokkar fengju meira vægi - og fjármagn - ef konur væri fleiru á þingi.
Já á sumum þessum hlutum væri kannski öðruvísi tekið, það kæmi þá niður á öðrum málum, þannig að það er alltaf hægt að segja hvað ef. Við erum öll fyrst og fremst fólk. Oft finnst manni eins og feministar vilji að stundum sé komið fram við kvenfólk af jafnrétti og svo þegar því sé náð eigið þið svo að fá "hjálpardekkinn" eins og þú villt kalla það. Þannig að nútíma feminismi er ekki lengur jafnrétti heldur er hann að verða að kvennrétti. Vandinn með kynferðilegt ofbeldi og heimilisofbeldi snýr að miklu meiru heldur en alþingi, hann snýr meira að dómstólunum og að þeir nýti þann refsiramma sem þeir hafi, og aukna umfjöllun í landinu um það sem er í gangi. Umfjölluninn er að aukast, sem er gott, en dómstólar þurfa að taka sig saman í andlitinu og dæma harðar, þeir hafa til þess heimild, og burt séð frá fjölda kvenna á alþingi þá verða þeir að nýta þann rétt.
Dómar í kynferðisbrotamálum er ekki einöngu fátíðir og stuttir út af dómstólum (þó þeir séu vissulega ekki í lagi). Lögin eru meingölluð. Nú liggur fyrir nýtt frumvarp um úrbætur á kynferðisbrotakaflanum en það gengur samt sem áður allt of stutt miðað við þá þekkingu sem liggur fyrir. Áherslan er ennþá á líkamlegt ofbeldi - verknaðinn, skilgreindan út frá ofbeldismanni. Það er slatti í lögunum sem er ábótavant og hefði löngu átt að vera búið að kippa í lag. Svo er hægt að líta á vændi og mansal - lítið að gerast þar. Þetta eru mjög brýn málefni og hvaða furðulega ástæða er það að það bitni á öðrum málum ef þessi mál eru tekin fyrir? Meinarður karlamálum?
Hvur andskotinn (fyrirgefðu málfarið) eru karla mál? Ég er að tala um það að það segir sig sjálft að með nýjum málum á þingi verður minni tími fyrir allt annað, þetta bara segir sig mjög einfaldlega sjálf. Samgöngumál, heilbirgðismál, bara allt annað.
Þú fyrirgefur vonandi en ég hef meiri áhyggjur af því ef kynferðisbrotamálin, heimilisofbeldi og vændi eru ekki tekin fyrir á alþingi heldur en hvaða mál fá minna vægi fyrir vikið... Mér finnst þetta furðulegur málflutningur - að ætla að rökstyðja það að það sé slæmt að koma með þessi mál inn á þing því þau séu ekki í forgang. Veistu hvað kynbundið ofbeldi er útbreitt hér á landi?
Hvar sagði ég að það væri slæmt, ekki leggja mér orði í munn. Ég var engu að síður að benda á að þetta er það sem getur átt sér stað við það að málum fjölgi á alþingi. Þessum málum þarf að sinna sem þú heldur fram að kvennfólk taki frekar inn en karlar. Ég hef bara aldrei séð neitt sem stiður þessa fullyrðingu þína.
Femínisti, MA nemi í kynjafræði, pistlahöfundur í Viðskiptablaðinu, viðskipta- og markaðsfræðingur... er með fyrirtækið Hugsaðu ehf - sem einhvern tímann verður stórfyrirtæki!
21 comments:
Nú er umræða um það að VG ætli að virða jafnréttisáætlun sína (að hafa fléttulista) að vetthugi og mismuna öðru kyninu. Hvað finnst þér um það?
Er sjálfur ekki búinn að taka afstöðu til þess.
Já sammála þessari grein.
Loksins fá konur brautargengi enda annað varla hægt - það voru það margar konur í framboði.
Það er ekki hægt að hugsa sér lýðræðislegri leið til að velja á lista en prófkjör og þar hafa konur (og reyndar karlar einnig) hafnað konum og er það hið sanna lýðræði. Það gerðist reyndar ekki um helgina - enda ekki annað hægt eins og áður segir.
Nú er bara að sjá hvernig kosningarnar fara - það er hinn stóri dómur. Ég ætla að spá því að VG fái ekki meira en 16-18% fylgi.
Látum þjóðina velja framjóðendur - verum ekki að fara aftur til fornalda og miðstýra því hvernig listar líta út.
Kveðja,
Karlmaður.
Konur í prófkjöri VG voru aðeins þriðjungur frambjóðenda svo þessi röksemdafærsla "karlmanns" stenst ekki.
Takk fyrir þetta komment Kata mín :-)
Ég hefði líka viljað sjá okkur Kristínu últra feminista komast ofar ... en við gerum bara betur næst ;-)
Varðandi komment karlmannsins þá langar mig að segja þetta: í prófkjöri VG voru 10 konur og 20 karlar svo það er ekki hægt að segja að konur hafi þar verið eitthvað óvenju margar. Hins vegar er þetta flokkur sem er alveg örugglega einna sterkastur hvað jafnrétti varðar, bæði hjá konum og körlum. Hjá okkur eru nefnilega líka karlar sem styðja kynjajafnrétti bæði í orðum og verki.
Þú segir að við eigum ekki að fara aftur til fornalda með miðstýringu. Ég vil nú benda þér á það að með því að hagræða listum og koma konum inn meðal karla í efstu sæti er í raun verið að fylgja jafnréttislögum þar sem segir að tryggja skuli jafnan aðgang og þátttöku beggja kynja í stjórnsýslu landsins og pólitík. Einnig vil ég benda þér á það að EKKERT í jafnréttisbaráttunni hefur náðst nema með lögum og reglugerðum og því ekkert nema eðlilegt að koma þurfi á skýrum reglum varðandi prófkjör líka til að tryggja konum sæti á Alþingi og í sveitastjórnum.
Ég myndi því segja akkúrat öfugt við þig karlmaður; setjum mjög skýrar reglur um það hvernig raða skuli á lista í ÖLLUM flokkum og setjum í kosningalög og landslög að ekki sé hægt að bjóða fram lista til Alþingis sem ekki tryggir jöfn hlutföll kynjanna í efstu sætunum!
Varðandi tal um að mismuna kynjum hjá VG þá er þar ekki tal um að virða jafnréttisáætlun VG að vettugi, heldur er það frekar spurning um að virða kvenfrelsis stefnu flokksins og líta á sértækar aðgerðir til að koma konum áfram. VG gerir sér grein fyrir að mögulega er þörf á að leiðrétta meira fyrir konur en karla, þar sem augljóslega hallar á þeirra hlut í stjórnmálum, og mættu fleiri flokkar gera sér grein fyrir því.
Slíkt þyrfti hins vegar ekki að ræða ef hinir flokkarnir sæju sóma sinn í því að vera líka með reglur varðandi kynin í efstu sætum á listum sínum... en það er ekki raunin og því getur VG ekki hagað sér eins og jafnréttinu sé náð ennþá. Hins vegar er hægt að gera það þegar hinir flokkarnir hafa fylgt slíku eftir líka og náð þeirri framsýnu hugsun sem VG er að boða í kvenfrelsismálum.
Andrea Ólafs.
Andrea þú segir "jafnréttislögum þar sem segir að tryggja skuli jafnan aðgang og þátttöku beggja kynja í stjórnsýslu landsins og pólitík." Þeim er trygður réttur sinn með því að meiga bjóða sig fram, að er ekki hægt að lögbynda það að konur eigi að fá sérmeðferð í samfélagi sem býður fólki upp á lýðræði því slík hygling eins aðila yfir annan er ólögleg þar sem fólkið sem fær að kjósa á rétt á að niðurstöður þeirra séu virtar, til hvers annars erum við að þessu.
Svo get ég ekki séð að það sé í verkahring VG að reyna að vinna út heildar mismunun alþingis, þá ætti hann að stefna að því að bjóða bara fram konur, réttara væri fyrir flokkin að sína fólki að honum sé treystandi og standa við i það sem hann setur sér fyrir hendur.
Allir hlutir jafnast út um síðir, það er bara lögmál náttúrunnar, vinnið í ykkar málum áfram, og það mun verða jöfnuður í samfélaginu, en ekki ætlast til þess að það skeði á einni nóttu.
Lögmál náttúrunnar hafa ekki reynst vel í jafnréttisbaráttunni. Ágætt líka að hafa í huga að hér ríkir ekki jafnrétti. Það hallar meira á konur en karla og aðgerðir - og kvótar þurfa að taka mið af því. Þýðir ekkert að láta eins og kynin sitja við sama borð því þau gera það ekki.
Nei þau gera það ekki, en það á ekki að leiðrétt það með kvóta heldur með því að fræða fólk.
Konur hafa sama aðgengi að prófkjörum og karlar þeirra vandamál er bara að eins og er eru þær ekki kostnar. Kostningar eru lýðræði og það á að virða, en þetta þarf að laga með því að fólkið í landinu átti sig á því að konum er líka treystandi, ekki með því að traðka á lýðræði með því að setja kvóta á hversu mikið lýðræði má vera í landinu.
Ég sé ekki að kynjakvóti sé eitthvað traðk á lýðræðinu heldur þvert á móti - hann tryggir að bæði kyn hafi jafnan aðgang að lýðræðinu. Af hverju er kjördæmaskipting ekki traðk á lýðræðinu - eða að takmarka kosningarétt og kjörgengi við Íslendinga? Að úthluta þingsætum eftir kyni er ekkert öðruvísi heldur en að úthluta eftir þjóðerni eða kjördæmi. Meira að segja betra en eftir kjördæmi ef út í það er farið vegna þess að kyn hefur mun meiri áhrif á líf fólks heldur en búseta.
Þú þyrftir að fletta upp orðin lýðræði, því það þýðir að lýðurinn ræður, það er að segja þeir ráða sem kjósa.
Og kjördæma skifting er allt annað en kynjaskifting, þar sem það þarf að vinna að málefnun á landsbyggðinni sem sjálfselskupúkar í reykjavík horfafram á.
En hvað segirðu langar þig til þess að við bjóðum pólverjum litháenum og öllum þeim örðum þjóðernum sem hér búa hlutfallselega jafnmörg sæti á þingi og við íslendingar fáum því ég sé ekki betur en það sé það sem þú biður um. Þeir fiska sem róa og fólkið á að ráða, ekki einhverir sem halda að allt sé svart og hvítt og hægt sé að draga línu í gegnum hópinn miðað við 50% burt séð frá öllum öðrum þáttum sem að honum koma.
Prófaðu að lesa pistilinn "Hvað ef" aftur.... og spáðu svo í hvort að konur geti sætt sig við að karlar fari með meirihluta ákvörðunarvalds. Það hefur sýnt sig að konur koma með mál inn á þing sem karlar gera ekki - mál sem snúa á annan hátt við körlum og konum. Vændi t.d. nærtækt dæmi. Konur komu með málefni eins og dagvistun, fóstureyðingar og margt fleira inn á þing. Lýðræði = lýðurinn ræður. Gott og vel. Eins og staðan er í dag höfum við í þrískiptingu valdsins, lýðræði = karlarnir ráða.
Konur hafa rétt til kjörgengis og kostningar rétt, það eru líka þær sem valda því að karlar eru í meirihluta af því að þær kjós að gera það svo. Þar af leiðandi er það fólkið sem ræður ekki karlarnir, þetta er bara útúrsnúningur úr á standinu hjá þér að líkja lýðræði íslands við karlaveldi, því þar er ekki átti við hverjir ráði á þinginu heldur að við ráðum hverjir sitja fyrir okkar hönd á þinginu.
Það hefur verið sýnt fram á að konur kjósa bæði konur og karla á þing á meðan karlar kjósa nær eingöngu karla, þó kannski fái 1 og 1 kona að fljóta með. Það er því spurning um hversu vel lýðræðið er að virka þegar karlar kjósa eftir kyni en konur ekki. Þar fyrir utan þá hafa íbúar allra kjördæma bæði kjörgengi og kosningarétt, rétt eins og konur. Fyrir kjördæmin er hins vegar virkt kvótakerfi við lýði. Fyrst það er kvóti á kjördæmi - af hverju þá ekki á kyn? Fyrir þá sem eru andsnúnir kynjakvótum ætti að vera rökrétt að vera líka andsnúnir kjödæmakvótum...!
Þetta er náttúrúlega fáránleg samlíking að líkja saman búsetu og því hvaða kyni maður er. Og þú hefur enn ekki svarað því hvort þú viljir lög sem segi að pólverjar eigi skilið jafn mörg þingsæti á íslandi og íslendingar???
Og karlmenn kjósa karlmenn á þing??? Hefurðu einhverjar heimildir fyrir þessu eða er þetta bara eitthvað sem þú hendir fram því það henntar feministum að gera ráð fyrir þessu??
Og þó það sé rétt þá er það réttur þeirra að kjósa þá sem þeim finnst hæfastur, burt séð frá kyni. Ég er ekki að segja að það val sé rétt hjá þeim, en þeir hafa rétt á eigin skoðunum og eigin seðli í kostningum.
Já það eru víst til einhverjar kannanir sem sýna fram á þetta. Er ekki með þær á reiðum höndum en þú heldur vonandi áfram að leita :)
Varðandi Pólverjana... þá finnst mér auðvitað eðlilegt að þeir fái kosningarétt þegar þeir eru orðnir Íslendingar... og eftir því sem sá hópur fer stækkandi er eðlilegt að hópurinn hafi fulltrúa á þingi. Ef Pólverjar væru helmingur Íslendinga væri eðlilegt að þeir væru með ca helming þingmanna... sérstaklega ef þeir eru aldir upp allt sitt líf á allt annan hátt en Íslendingarnir...
Búseta hefur áhrif á valkosti manns - kyn hefur ennþá meiri áhrif. Mæli enn og aftur með Hvað ef pistlinum...
Ég er búin að lesa þann pistil, en fannst lítið til hans koma, fannst þetta koma fyrir mig sem algjörlega innantóm hugleyðing. Soldið eins og hvað ef krókudílar væru bleikir, jú þeir ættu erfiðara með að fela sig, og það vita allir að þetta er ekki að fara að ske.
Kosningarétturinn er nú líklega ekki á leiðinni í burtu - en það er ekki aðalpointið, heldur hverjir hafa valdið og hvernig það getur verið lýðræðislegt að búa í samfelldu karlaveldi... Það eru mörg önnur mál sem er tekið á af stakri linkinnd inn á þingi sem ég er alveg viss um að myndi ekki líðast ef konur og karlar sætu þar í jöfnum hlutföllum. Vændi, kynferðislegt ofbeldi, heimilisofbeldi, klámvæðing, launamunur... þessir málaflokkar fengju meira vægi - og fjármagn - ef konur væri fleiru á þingi.
Já á sumum þessum hlutum væri kannski öðruvísi tekið, það kæmi þá niður á öðrum málum, þannig að það er alltaf hægt að segja hvað ef. Við erum öll fyrst og fremst fólk. Oft finnst manni eins og feministar vilji að stundum sé komið fram við kvenfólk af jafnrétti og svo þegar því sé náð eigið þið svo að fá "hjálpardekkinn" eins og þú villt kalla það.
Þannig að nútíma feminismi er ekki lengur jafnrétti heldur er hann að verða að kvennrétti. Vandinn með kynferðilegt ofbeldi og heimilisofbeldi snýr að miklu meiru heldur en alþingi, hann snýr meira að dómstólunum og að þeir nýti þann refsiramma sem þeir hafi, og aukna umfjöllun í landinu um það sem er í gangi. Umfjölluninn er að aukast, sem er gott, en dómstólar þurfa að taka sig saman í andlitinu og dæma harðar, þeir hafa til þess heimild, og burt séð frá fjölda kvenna á alþingi þá verða þeir að nýta þann rétt.
Dómar í kynferðisbrotamálum er ekki einöngu fátíðir og stuttir út af dómstólum (þó þeir séu vissulega ekki í lagi). Lögin eru meingölluð. Nú liggur fyrir nýtt frumvarp um úrbætur á kynferðisbrotakaflanum en það gengur samt sem áður allt of stutt miðað við þá þekkingu sem liggur fyrir. Áherslan er ennþá á líkamlegt ofbeldi - verknaðinn, skilgreindan út frá ofbeldismanni. Það er slatti í lögunum sem er ábótavant og hefði löngu átt að vera búið að kippa í lag. Svo er hægt að líta á vændi og mansal - lítið að gerast þar. Þetta eru mjög brýn málefni og hvaða furðulega ástæða er það að það bitni á öðrum málum ef þessi mál eru tekin fyrir? Meinarður karlamálum?
Hvur andskotinn (fyrirgefðu málfarið) eru karla mál? Ég er að tala um það að það segir sig sjálft að með nýjum málum á þingi verður minni tími fyrir allt annað, þetta bara segir sig mjög einfaldlega sjálf. Samgöngumál, heilbirgðismál, bara allt annað.
Þú fyrirgefur vonandi en ég hef meiri áhyggjur af því ef kynferðisbrotamálin, heimilisofbeldi og vændi eru ekki tekin fyrir á alþingi heldur en hvaða mál fá minna vægi fyrir vikið... Mér finnst þetta furðulegur málflutningur - að ætla að rökstyðja það að það sé slæmt að koma með þessi mál inn á þing því þau séu ekki í forgang. Veistu hvað kynbundið ofbeldi er útbreitt hér á landi?
Hvar sagði ég að það væri slæmt, ekki leggja mér orði í munn. Ég var engu að síður að benda á að þetta er það sem getur átt sér stað við það að málum fjölgi á alþingi.
Þessum málum þarf að sinna sem þú heldur fram að kvennfólk taki frekar inn en karlar.
Ég hef bara aldrei séð neitt sem stiður þessa fullyrðingu þína.
Skrifa ummæli