miðvikudagur, desember 20, 2006

Kristín - skiptu um lið!

Þetta gerir mig reiða:

Rektor segir jafnrétti virt við HÍ
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir jafnrétti virt við háskólann. Hæfni umsækjenda hafi verið metin við val í starf sérfræðings á stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Kærunefnd jafnréttisnefndar hefur úrskurðað að háskólinn hafi brotið jafnréttislög. Kristín segir að rannsóknastarf umsækjenda að loknu doktorsprófi hafi ráðið úrslitum við valið og þar hafi karlmaðurinn verið metinn hæfari. Þá segir rektor að ráðningarferlið sé í endurskoðun í samræmi við nýja stefnu skólans, til að gera ráðningarferlið gegnsærra og fljótvirkara.

Ofangreint birtist á textavarpinu. Það er óþolandi þegar æðstu stjórnendur - þeir sem standa að ráðningunum, neita að horfast í augu við að þau eru ekki að ráða hæfustu einstaklingana heldur er verið að ráða eftir kyni. Nú er HÍ búinn að fá á sig 2 álit kærunefndar um að brotið hafi verið gegn jafnréttislögum eftir að Kristín tók við. Ef hún áttar sig ekki á því að hún er að brjóta á konum þá er engin von til að það breytist. Hún er nú þegar búin að klúðra 2 tækifærum á að fá mjög hæfar konur til starfa í deildum þar sem karlar eru allsráðandi. Kristín gengur inn í kynjakerfi sem hún bjó ekki til - en hún er svo sannarlega að taka þátt í því af fullum krafti. Kristín - þú ert að spila með röngu liði - við viljum fá þig yfir til okkar!!!

Engin ummæli: