þriðjudagur, desember 12, 2006
Hvað er neyslustýring?
Pétur Blöndal var eitthvað fúll á þingi um daginn. Umræðuefnið var verð og gjöld á gosi. Hann vildi ekki neina neyslustýringu en fattaði ekki að það er neyslustýring að hafa verð á gosi lægra heldur en á ávaxtasöfum. Spurningin er ekki um hvort neyslustýringin er til staðar - heldur hvernig hún á að vera. Í Bandaríkjunum hefur skyndibitinn unnið, einfaldlega vegna þess að hann er ódýrari (og stundum fljótlegri) en almennilegur matur. Sama má segja að eigi við hér - það er dýrt að borða hollt. Tala nú ekki ef við erum að spá í lífrænt ræktað... það er dýrast, en líka hollast. Núna verður gosið ekki bara óhollast heldur líka ódýrast. Heilsusamlegt líferni er þar með farið að snúast um peninga...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Mér finnst það fásinna að ætla að skattleggja gos sem slíkt (eða öfugt, að minnka skatta á öðrum drykkjum). Enda getur gos verið bara hollur drykkur. Ávaxtasafara eru yfirleitt ekki hollir heldur. Svo má líka líta til þess hvernig samkeppnin er á gosmarkaðnum vs. ávaxtasafamarkaðnum. Mér finnst samt rökrétt að skattar á hollum mat séu lækkaðir. Það er hagur ríkisins að landsmenn borði hollann mat. Mér finnst samt skrýtið að þessi gosumræða sé komin af stað. Ef fólk vill ódýrann drykk þá er vatn augljós kostur. Ég á ekki von á því að ég eigi eftir að lifa þann tíma þar sem hollasti drykkurinn verði dýrari en gos.
Ég sá eitt sinn í TV konu taka einn sem var með þessa ömurlegu afsökun að það væri fljótlegra og ódýrara að kaupa inn skyndibita en að gera þetta sjálfur í bakaríið. Ástæðan fyrir því að BNAmenn velja skyndibita frekar en að gera hlutina sjálfir er leti og ekkert annað. Þeir vilja helst af öllu keyra bílnum gegnum einhverja lúgu svo þeir þurfi ekki að standa upp og koma svo heim og hlamma sér með skyndibitann fyrir framan TV. Mér finnst alltaf jafn hvimleitt þegar fólk talar um ofát skyndibita eins og neiðarúrræði. Þetta er val og fólk velur þetta þrátt fyrir að þetta sé dýrara, óhollora og seinlegra í flestum tilfellum. Fólk sem er of feitt er gjarnt á að benda í allar áttir áður en vísifingurinn beinist að því sjálfu. Þessi hópur er ansi stór og því er almenningur farinn að gúddera þessar afsakanir því nógu margir predika þær. En ríkið má vissulega gefa fordæmi með að lækka skatta á hollar matvörur eða hækka skatta á óhollar matvörur.
Ég hef búið í Bandó og ásæknin í skyndibitan stafar ekki bara af leti. Hann er hræódýr og þó það sé ódýrt að kaupa í matinn þá er dýrara að elda en að kaupa skyndibita. Líka oft ódýrara að fara út að borða á þokkalegan stað heldur en að kaupa inn fyrir litla fjölskyldu. Svo er úrvalið af frosnum mat og alls kyn tilbúnu dóti ótrúlegt - og það furðulega að sumt af því bragðast bara alveg ágætlega.
Það er bara brandari að kaupa inn í búðum eins og Cost-co og svoleiðis búðum. Eins misjafnt og verðið er á skyndibitum þarna úti er sömu sögu að segja um búðirnar. Þegar ég var þar fannst mér það alveg stemma að það væri ódýrara að kaupa inn og elda en að versla skyndibita.
Málið er bara að fólk er tilbúið að eyða 30 centum meira í McDonalds en að elda sjálft. Það er svo ódýrt að lifa í USA. En ég hef verslað í Wallmart og Cost-Co og ef skyndibiti er ódýr þar ytra þá er verðið á hlutunum þarna inni algjört djók.
Leti segi það og skrifa :)
Ekki gleyma tímaskorti. Fólk getur verið búið að keyra í 1-2 klst til og frá vinnu... Þá er lítill tími eftir til að elda. Leti er kannski einn af þáttunum en ekki sá eini...
Svo ég haldi nú áfram með þetta. Ég gefst ekki upp ;)
Þegar þú keyrir frá vinnu og tekur krók á leið þína og kemur inn á skyndibitastað á háannatíma og þarft að bíða eftir að fá afgreiðslu og svo er umferðin mjög sein þar ytra á háannatíma. Þá er alveg spurning hvort það væri ekki auðveldara og fljótlegra að fara beint heim og hita súpu eða elda pasta. Þetta tekur enga stund og pottþétt fljótlegra en að fara á skyndibita stað. Þú gerir innkaup vikulega þegar þér gefst tími til og ef þú ert að hugsa um tímasparnað getur þú ákveðið að kaupa mat sem fljótlegt er að elda. Sá matur þarf ekkert að vera dýr.
Auðvitað eru aðstæður fólks þarna misjafnar og örugglega einhver hópur sem myndi spara 10-15 mín á því að koma við á skyndibitastað. Ég ætla samt alls ekki að kaupa það sem einhverja afsökun. Það þarf enginn að segja mér það að fólk neyðist til þess að kaupa skyndibita hvorki venga tíma- eða peningaskorts nema í undantekningatilvikum.
Ætla nú ekki að sannfæra þig um að fólk neyðist til að kaupa sér skyndibita - en vil samt meina að hann einfaldi lífið hjá mörgum...
Skrifa ummæli