föstudagur, desember 22, 2006

Kannski ekki perri en...

Eftirfarandi frétt er að finna inn á ruv.is. Mér finnst alltaf jafn merkilegt hvað lögin okkar eru karllæg - þ.e. miðuð út frá upplifun ofbeldismanninum en ekki þolandanum. Fyrir hvern var það sem kært er fyrir kynferðismök og fyrir hvern var það kynferðislegt ofbeldi? Hvoru taka lögin mið af?

Forstöðumaður Byrgisins kærður
Fyrrverandi skjólstæðingur í Byrginu hefur kært Guðmund Jónsson, forstöðumann þess, fyrir fjársvik og kynferðismök.
Félagsmálaráðherra óskaði á þriðjudag eftir upplýsingum frá Byrginu um starfsemi þess og fjármál. Þar er í sex liðum, óskað svara við ýmsum spurningum um starfsemi Byrgisins. Í 7. lið er spurt hverju stjórn Byrgisins svari þeim ásökunum sem fram hafi komið í fjölmiðlum á hendur forstöðumanni þess. Stjórnin á að svara þessum spurningum skriflega fyrir morgundaginn.
Í gær kom fram á Stöð 2 kona sem vitnaði um kynferðissamband sitt við forstöðumann Byrgisins á meðan hún dvaldi í Byrginu. Jafnframt fullyrti hún að Guðmundur Jónsson hefði stolið frá sér 4 miljónum króna. Konan lagði í morgun fram kæru á hendur Guðmundi fyrir fjársvik og kynferðismök. Það varðar við hegningarlög ef umsjónarmaður vistheimilis hefur kynferðismök við vistmann. Viðurlögin eru allt að fjögurra ára fangelsi.

Svo sagði Grétar mér að hann hefði heyrt í útvarpinu eitthvað blað vera að auglýsa fyrirsögn hjá sér sem hljóðaði svona: "Maðurinn minn er enginn perri". Neibb, hann er kannski enginn perri enda ætti umræðan frekar að snúast um hvort hann sé kynferðisbrotamaður. Það er annað en að vera perri...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Geturðu nokkuð sagt mér afhverju þér finnst þetta vera svona miðað út frá karlmönnum, ég persónulega sé ekki hlutlægnina í þessu ?

katrín anna sagði...

Vegna þess að það er litið á þetta sem kynmök en ekki ofbeldi. Þetta er eins og fyrirsögn í norsku blaði einhvern tímann þegar þingmaður var sagður hafa tekið þátt í kynlífshneyksli. Hið rétta var að hann hafði gerst sekur um nauðgun. Núverandi lög um kynferðisofbeldi eru mjög gerendamiðuð þar sem einblínt er á verknaðaraðferðina (hvort líkamlegu ofbeldi var beitt samhliða o.s.frv.) í staðinn fyrir að einblína á upplifun þolands. Nauðgun er nauðgun, hvort sem líkamlegu ofbeldi var beitt líka eða ekki. Þetta vantar inn í íslensku lögin.

Karllægnin vísar til þess að skilgreiningin er miðuð út frá gerandanum (kk) en ekki tekið mið af sjónarhóli þess sem fyrir verður (kvk). Þar sem kk eru þeir sem völdin hafa í okkar samfélagi verða þeir víst líka að taka ábyrgð á því að sjónarhóllinn sé kenndur við karllægni.

Nafnlaus sagði...

Þú ert að tala þarna um frétta fluttninginn en ekki lögin, þannig að þetta er vafasöm umræða.

katrín anna sagði...

Svona í heildina litið finnst þetta bæði í lögunum og í fréttaflutningi...

Tökum sem dæmi um lögin - sem í gegnum tíðina hafa litið það alvarlegri augum ef konu er nauðgað af ókunnugum manni heldur en einhverjum nákomnum. Eignaréttur karla á konum endurspeglast skýrt í þessu - einhver spillir eign annars manns og það þykir mun hræðilegra heldur en ef maðurinn brýtur sjálfur gegn sinni eign... Hins vegar ef litið er á þetta út frá þolandanum þá er brotið alvarlegra ef það er einhver nákominn. Aha mómentið mitt kom þegar kennari í sálfræði útskýrði þetta svona:

Ef konu er nauðgað af ókunnugum karlmanni hættir hún að treysta ókunnugum. Ef konu er nauðgað af einhverjum sem er henni nákominn þá hættir hún að treysta öllum.

Til gamans eru hér lög frá því í gamla daga (fengið að láni úr greininni Af hverju nauðga karlar?):

Lög um skírlífsbrot frá 1869:,,Hver sem þröngvar kvenmanni, er ekki hefur óorð á sér til samræðis við sig með ofbeldi eða hótunum ... Sje slík meðferð höfð á kvenmanni sem óorð er á, þá skal beitt vægari refsingu...”