Ef þið væruð að skíra stúlkubarn, hvert af eftirfarandi yrði fyrir valinu?
1. Birta Dögg Tvö
2. Spidermann
3. Gvendólína Þyrla
Þessi nöfn voru öll á óskalista hjá systkinum og vandamönnum - nafnið sem varð fyrir valinu var Dagbjört Erla - sem mér finnst mjög fallegt nafn og vel við hæfi á litlu bróðurdóttur minni. Skírnin var heima og það var uppáhaldspresturinn minn sem sá um að skíra. Er ekki frá því að þetta hafi verið með skemmtilegri skírnum :)
laugardagur, desember 16, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Gvendólína Þyrla, augljóslega!
Birta Dögg er nú ekki fjarri því að vera Dagbjört, svo sá aðili hefur sennilega fengið hluta óskarinnar uppfylltan... Til hamingju með litlu frænku þína:)
Ja sko - það var ekki Birta Dögg heldur Birta Dögg Tvö sem var málið... :) En já þetta eru bæði nöfn ljóssins. Stóri bróðirinn sem átti hugmyndina að bæði Birtu Dögg og Spiderman var samt spenntastur fyrir því síðarnefnda... Honum fannst það langflottast!
Skrifa ummæli