laugardagur, desember 16, 2006

Hvað á barnið að heita

Ef þið væruð að skíra stúlkubarn, hvert af eftirfarandi yrði fyrir valinu?

1. Birta Dögg Tvö
2. Spidermann
3. Gvendólína Þyrla

Þessi nöfn voru öll á óskalista hjá systkinum og vandamönnum - nafnið sem varð fyrir valinu var Dagbjört Erla - sem mér finnst mjög fallegt nafn og vel við hæfi á litlu bróðurdóttur minni. Skírnin var heima og það var uppáhaldspresturinn minn sem sá um að skíra. Er ekki frá því að þetta hafi verið með skemmtilegri skírnum :)

2 ummæli:

Silja Bára sagði...

Gvendólína Þyrla, augljóslega!

Birta Dögg er nú ekki fjarri því að vera Dagbjört, svo sá aðili hefur sennilega fengið hluta óskarinnar uppfylltan... Til hamingju með litlu frænku þína:)

katrín anna sagði...

Ja sko - það var ekki Birta Dögg heldur Birta Dögg Tvö sem var málið... :) En já þetta eru bæði nöfn ljóssins. Stóri bróðirinn sem átti hugmyndina að bæði Birtu Dögg og Spiderman var samt spenntastur fyrir því síðarnefnda... Honum fannst það langflottast!