Ég var sem sagt með fyrirlestur í 20-30 mín þar sem ég fjallaði um launamuninn. Ég byrjaði á að útskýra þær 3 tölur sem hafa verið í umræðunni um launamun og fór svo yfir hvað ég teldi vera rótina og birtingarmyndir - rótina sjáið þið á myndinni. Ég fór aðeins yfir heildarmyndina og hvað hefur áhrif en setti fókusinn á 3 lausnir sem ég tel vera góðar fyrir atvinnurekendur að innleiða. Auðvitað mun engin af þessum leiðum leysa allan vandann, enda er launamunurinn það margslunginn að engin ein leið mun duga. Þessar leiðir ættu samt allar að hafa eitthvað að segja. Leiðirnar eru:
1. Kyngreina laun á vinnustað og leiðrétta launamun.
2. Afnema launaleynd.
3. Stuðla að jafnari kynjaskiptingu í störfum - þ.m.t. í stjórn.
Ég setti líka fram nokkrar tillögur úr ýmsum áttum, sumar sem ég er sammála og aðrar sem ég er ekkert sérlega hrifin af... Á eftir voru umræður. Þetta var skemmtilegur hópur og margt áhugavert sem kom fram. Sumar tillögurnar sem þarna komu fram voru mun róttækari en þær sem ég setti fram. Ég hugsa að róttækasta hugmyndin sem ég hafi sett fram hafi verið kvennaverkfall. Sú róttækasta sem kom frá nemendum var að ráða bara konur í stjórnunarstörf næstu 10 árin til að jafna völd kvenna og karla. Umræðurnar fóru annars út um víðan völl og staða kynjanna var rædd út frá ýmsum sjónarhornum. Ég krossa svo bara fingur og vona að þau hafi haft jafn gaman af og ég og að þau komi með róttækar og flottar hugmyndir í verkefnunum sínum. Ég skoraði á Snjólf (kennarann) í lokin að hafa aftur kynningu á hugmyndum. Það var samþykkt og ég fæ að vera með í að velja þær hugmyndir sem verða kynntar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli