fimmtudagur, maí 08, 2008

Næsti forseti...?

Alveg afskaplega er ég ánægð með að Clinton skuli ætla að halda áfram í framboði. Að sama skapi fer það hrikalega í taugarnar á mér að henni skuli sífellt sagt að hún eigi að hætta keppni og að hún skuli ekki fá jafn mikið fé og Obama. Það þýðir að þau geta ekki keppt á jafningagrundvelli. Honum er sagt að halda áfram. Henni er sagt að hætta. Það er ausað í hann peningum. Hún fær mun minna - miklu minna.

Það er margt gagnrýnivert við „lýðræðið“ sem við búum við, eða réttara sagt, sem Bandaríkjamenn búa við. Það er ekkert lýðræðislegt við það að eingöngu forríkir einstaklingar, með rétt tengsl og af réttum ættum (og af réttu kyni, kynþætti, kynhneigð...) eigi möguleika á að verða forsetar Bandaríkjanna. Það er svo sannarlega ekki „land of the free“ í því samhengi. Sést vel á því að Bush jr náði kjöri. Eins hefði Hillary örugglega aldrei átt séns nema vegna þess að kallinn hennar var áður forseti. Engu að síður... gott að vita til þess að kona fái nú loksins að vera memm í framboðsslagnum...

ps. „skemmtilegasta“ samsæriskenningin er samt sú að nú fái konan og svarti karlmaðurinn að heyja baráttuna sín á milli svo það líti út fyrir að fólk af öðru kyni og öðrum kynþætti en hvítur karlmaður eigi sjens - en að svo muni nást sátt að lokum um að Al Gore bjóði fram! ;)

Engin ummæli: