föstudagur, febrúar 08, 2008

Aftur á blogspot


Ætli sé ekki best að byrja á sama stað og Moggabloggið endar. Þar sem ég er ekki til í að blogga ókeypis með auglýsendur á síðunni þá færði ég mig aftur yfir á blogspot...

Ástæður fyrir því að ég vil ekki vera með auglýsingar á blogginu:

1. Sumar auglýsingar viðhalda kynhlutverkum sem byggja á misrétti.
2. Sum fyrirtæki eiga sér þannig sögu varðandi auglýsingar að ég vil ekki auglýsa þau.
3. Ég er ekki ókeypis auglýsingaskilti og er ekki til í að auglýsa hvað sem er, fyrir hvern sem er án þess að hafa nokkra stjórn á því sjálf - og skil þar að auki ekki af hverju ég á að vera í því hlutverki að auglýsa fyrirtæki ókeypis... Ekki beint mín hugmynd um „góðgerðarstarfsemi“.

Að því sögðu þá skil ég vel að Mogginn skuli vilja fá tekjur af blogginu. Ég hef hins vegar litið svo á að hagkvæmasta lausnin fyrir Moggann og bloggara væri að bloggarar fái frítt svæði hjá Mogganum. Á móti kæmi að bloggið eykur umferð um mbl.is og þar af leiðandi er hægt að selja plássið þar á hærra verði auk þess sem auðveldara er að fá auglýsendur til að auglýsa þar. Einnig væru auglýsingar á blog.is síðunni - sem er viðbótarauglýsingapláss. Þessu til viðbótar birtir Mogginn efni úr bloggum, sem getur þá bæði verið hagur Moggans og bloggarans. Mogginn fær ókeypis efni í blaðið og bloggarinn fær birtingu.

1 ummæli:

Hringbrautin sagði...

Velkomin aftur. :)