mánudagur, febrúar 25, 2008

Flugvöllurinn

Heyrði í útvarpinu áðan að sýningin með verðlaunatillögunni fyrir nýtt skipulag í Vatnsmýrinni verður sett upp í Háskólatorgi. Lucky me - mig langar nefnilega til að sjá hana og er stundum að þvælast upp í Háskólatorgi... Annars er ég á því að það eigi ekki að færa flugvöllinn. Skil ekki af hverju verið er að skoða Hólmsheiðina ennþá. Hún hentar ekki fyrir flugvöll svo þetta er eins og að henda peningunum út um gluggann. Þar er vindasamt auk þess sem hún er rúmlega 100 metrum yfir sjávarmál. Heyrði að skýjalag væri ca 165 m yfir sjávarmál þannig að allar aðstæður eru mun erfiðari heldur en á núverandi flugvelli. Ég er líka á því að flugvöllurinn eigi að vera miðsvæðis. Annaðhvort þarf að finna mun betra svæði en nú er verið að tala um eða þá að flugvöllurinn á bara að fá að sitja sem fastast. Nær væri að takmarka umferð um hann og láta einungis innanlandsflug, sjúkraflug og gæsluflug fara þar í gegn. Einkaþoturnar ættu að fara til Keflavíkur. Sömuleiðis Grænlands- og Færeyjaflugið. Ef mikið ónæði er af fluginu er líka hægt að senda flugnemana til Keflavíkur.

Engin ummæli: