þriðjudagur, maí 06, 2008

Með blátt blóð í æðum

Í Evrópu eru ennþá 10 konungsríki. Það vekur athygli að 3 þeirra tilheyra Norðurlöndunum. Konungsdæmi er ein mesta andstæða lýðræðis sem til er. Fólk annaðhvort fæðist eða giftist inn í hlutverkin drottning, kóngur, prinsessa og prins. Af hverju ætli haldið sé í þessa gömlu, kostnaðarsömu, ólýðræðislegu hefð?

Þetta eru löndin 10 sem enn eru með kóngafólk:

Belgía
Danmörk
Bretland
Holland
Liechtenstein
Luxemborg
Mónakó
Noregur
Spánn
Svíþjóð

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mónakó og Lichtenstein eru strangt til tekið ekki konungsdæmi heldur furstadæmi, það er smá munur á. en Furstarnir í báðum ríkjum eru víst einu einvaldarnir í Evrópu sem hafa gera eitthvað annað fyrir ríkin en að leggja til fjölskyldumyndir sem almenningur hafi getur sleikt á frímerkjunum.

og þér til skemmtunar, árið 2001 varð Simeon annar (Simeon of Saxe-Coburg and Gotha) forsetisráðherra Búlgaríu eftir stórsigur í kostningum. Hann er að sjálfsögðu frændi Alfreðs Belgíukóngs og Elísabetar Englandsdrottningar.

katrín anna sagði...

Já rétt skal vera rétt! Reiner var víst fursti. Geri ráð fyrir að Albert hafi breyst úr prinsi í fursta, bara sí svona. Var hann samt ekki meira í fréttum þegar hann var prins? Man ekki eftir að hafa séð fréttir af honum í mörg ár!

Annars er ég viss um að frændinn í Búlgaría var bara kosinn út á eigin verðleika. Eflaust hæfasti maðurinn í djobbið og það hefur ekkert hjálpað honum að hafa blátt blóð í æðum! LOL ;)

Guðbjörg Hildur Kolbeins sagði...

Ég hef rætt þetta oft við Dani, Svía og Norðmenn og þeir eru tiltölulega sáttir við sitt fólk. Gleymdu ekki að 1905, ef ég man rétt, náðu Norðmenn í danskan prins til að gera að konungi hjá sér.

katrín anna sagði...

Já það er einmitt það sem ég velti vöngum yfir, þ.e. þessi mikla sátt þrátt fyrir að þetta sé mjög ólýðræðislegt.