fimmtudagur, júní 19, 2008

93 ár frá kosningaréttinum

Til hamingju með daginn. Í dag eru liðin 93 ár síðan konur fengu kosningarétt, þ.e. konur 40 ára og eldri! Þetta er því merkisdagur og risastór áfangi í jafnréttisbaráttunni. En það var ekki allt fengið með kosningaréttinum. Það var ekki fyrr en árið 1961 að sett voru lög um launajafnrétti og jafnréttislög komu mun síðar. Í nýjustu Jafnréttislögunum, þeim sem samþykkt voru í vetur, er í fyrsta sinn minnst á kynferðisofbeldi. Já, ekki seinna vænna.

Sýnum stuðning við jafnrétti með því að bera eitthvað bleikt í dag - málum bæinn bleikan.

Engin ummæli: