sunnudagur, júní 15, 2008

Vogaðu þér að vita

Dare to know var mottó Upplýsingarinnar sem hófst um miðja átjánda öld, eða þar um bil. Mér finnst þetta flott mottó. Ætla að taka það upp varðandi femínismann og jafnréttismál almennt. Vogaðu þér að vita. Það er málið!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er mottóið "Sapere aude" úr greininni "Was ist Aufklarung?" eftir þýska heimspekinginn Immanuel Kant, frá árinu 1784, eða í lok Upplýsingarinnar svokölluðu (Enlightenment), sem miðast yfirleitt við fyrri hluta 18du aldar (eða ensku byltinguna 1688) fram til frönsku byltingarinnar árið 1789. Þetta er því tæpast "mottó upplýsingaaldar" heldur frekar eins konar a posteriori túlkun Kants á því hvað Upplýsingin snérist um. Sannara mottó Upplýsingarinnar væri heróp Voltaires: "ecrasez l'infame!" þ.e.a.s. "máum út svívirðinguna!" en þar hafði hann í huga presta, skipulögð trúarbrögð og spillingu ancien regime konungdæmanna. Kannski það mottó reynist þér gagnlegra...

katrín anna sagði...

Hæ - já meinti auðvitað Upplýsingarinnar - var þreytt og sybbin þegar ég skrifaði þetta. Annars las ég þetta í bók um Foucault og finnst flott. Vogaðu þér að vita smellpassar svo við tregðuna sem er í gangi við að viðurkenna og sjá kynjamisréttið. Máum út svívirðinguna verður kannski næsta slagorð - þegar fólk er búið að voga sér að vita og er til í að gera eitthvað til að breyta!