þriðjudagur, júní 10, 2008

Þrælahald

Jæja, spurning um að byrja aftur að blogga eftir sumarfrí... við gerðum heilmikið í garðinum en samt er fullt eftir! Hefði verið ljúft að vera lengur en skyldan kallar. Sem betur fer fyrir mig ákvað Skjár 1 að fara í massaherferð til að stuðla að aukningu vændis og mansals í heiminum, ekki veitir af. Áhrifin sú að ég er hætt að geta horft á stöðina og get í staðinn dútlað í garðinum :) Ef ég væri yfirmáta sjálfselsk myndi ég örugglega segja meira svona... hver hefur ekki gott af massívum heilaþvotti til að tryggja viðgang mannréttindabrota?

Nú eru umræður um mansal í kringum EM að komast á skrið. Sá afar furðulega heimasíðu sem ætlað er að berjast gegn mansali. Þar eru kúnnarnir hvattir til að hafa augun opin gagnvart grunsamlegum aðstæðum, svona ef allt lítur ekki út eins og það á að gera... en að öðru leyti látið eins og vændi sé bara í fínu lagi svo framarlega sem ofbeldi er ekki beitt... Algjörlega litið fram hjá því að vændi er í sjálfu sér ofbeldi, samþykkt af sumum en þegar upp er staðið ekkert annað en borguð naugðun. Það sem er enn furðulegra er að körlunum er sagt að hafa ekki samband við yfirvöld heldur frekar hringja í þau samtök sem standa að síðunni ef þá grunar að um mansal sé að ræða. MTV virðist vera með skástu sketsana gegn mansali og öðru þrælahaldi. Mæli sérstaklega með þessum tveim:og þessu:

Engin ummæli: