föstudagur, febrúar 22, 2008

Athugasemdir

Á eftir að blogga um fundinn sem ég fór á hjá Samfylkingunni á miðvikudaginn. Var boðið þangað til að tala um manneklu í kvennastéttum og áhrifum á jafnrétti kynjanna og efnahaginn. Mjög skemmtilegur fundur, enda finnst mér alltaf gott að fá að tala um mitt hjartans mál!

Sé líka að nauðsynlegt er að tiltaka það hér að kommentum frá andfemínískum karlrembum verður eytt út... geri kröfu um málefnalega umræðu og kurteisi. Það ætti ekki að vera neinum ofviða. Tek hins vegar ekki í mál að leyfa einhverjum skemmdarvörgum að vaða hér uppi í þeim tilgangi að afhjúpa sitt hatur á kvenfólki - þó reyndar mér finnist ágætt að fá þau viðhorf upp á borðið. Sumir átta sig þá á af hverju enn er þörf fyrir baráttuna. Fátt aflar okkur meira fylgis, ef út í það er farið. En ég nenni engan veginn að hafa þennan dónaskap á mínu bloggi. Þeir sem eru andvígir jafnréttisbaráttunni geta bara gjört svo vel að vera kurteisir í athugasemdum sínum!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Uss, það munu fáir taka mark á þér ef ekki þolir þú gagnrýni af ýmsu tagi.

Nafnlaus sagði...

Ég er nú að fara að sofa en verð að fá að setja þetta inn þér til umhugsunnar:

MALE SHAUVINISM IS WRONG AND SO IS FEMINISM

Fyrirgefðu að þetta er nafnlaust en svona er þetta.

katrín anna sagði...

Gagnrýni og dónaskapur er ekki sami hluturinn. Eins og kemur fram - málefnalegar athugasemdir fá að standa, líka frá þeim sem eru ósammála. Hins vegar verður athugasemdum frá nafnlausum dónum eytt. Ég hef reyndar minna tolerance gagnvart nafnlausum athugasemdum...

Varðandi quotið... já male shauvinism er rangur. Femínismi er hins vegar það afl sem berst á móti karlrembunni. Femínisminn er miðjan þar sem jafnréttið ríkir. Því fyrr sem fólk áttar sig á því, því betra ;)

Nafnlaus sagði...

Fyrirgefðu að ég kem hér fram nafnlaus aftur en ég er því miður ekki sammála þér um að feminisminn sé miðjan á skalanum, heldur er feminisminn hinn endinn við male shauvinism svona ef tekið er mið að þeirri aðferðarfræði sem feministar hafa unnið eftir. Feminismi á ekki rétt á sér í landi eins og Íslandi og fleiri vestrænum ríkum. Feministar beita kröftum sínum ekki á rétta staði. þeir hamra á einhverjum réttindum kvenna hér á vesturlöndum og eru í einhverri ímyndaðri herferð kúgaðra kvenna á vesturlöndum, þe. kraftar þeirra og spjót eru öll í rangri stefnu. Ef gerð yrði rannsókn á því hvar feministar eyða kröftum sínum mest þá held ég að það kæmu sláandi ljótar tölur út úr því. Sem dæmi um framlag íslenskra feminista til baráttu kvenna í mið austurlöndum má nefna að Kolbrún Halldórsdóttir fór nú til Sádi Arabíu minnir mig í fyrra og sleikti upp furstana með slæðu á hausnum og þorði ekki að minnast einu orði á slæma réttarstöðu kvenna við þessa menn í landi þar sem virkilega er þörf á að bæta rétt kvenna. Nei heldur flýtti hún sér til Íslands og las yfir okkur körlunum hér, og allur feministakórinn með Sóley Tómasdóttur í broddi fylkingar kóaði með og eftir sátum við karlarnir með sárt ennið. Ég krefst þess að feministar beiti sér af fullum þunga og krafti í mið austurlöndum til bjargar og upprisu kvenna í þeim heimshluta.

Jafnrétti á íslandi er til fyrirmyndar og bundið í lög og það er bara sóun á vinnuframlagi að vera atast í þessu hér á landi. Ég vil skilja framgöngu og friðarboðskap Anat Saragusti og Maha Abu Dayyeh Shamas sem voru hér í boði utanríkisráðherra í síðustu viku sem ákall til feminista á vesturlöndum um að beina öllum kröftum sínum að heimshluta mið austurlanda til bjargar reisn kvenna.

Þetta orðatiltæki á vel við í okkar heimshluta:

Male shauvinism is wrong and so is feminism.

En feminismi á fullan rétt á sér í mið austurlöndum.

katrín anna sagði...

Nafnlaus - þetta er nú alveg í anda karlrembunnar að koma hingað og krefjast einhvers af femínistum - og konum. Ef þú telur að hér ríki fullkomið jafnrétti þá ertu á sömu villigötum og mogginn árið 1926 þegar hann lýsti því yfir að hér ríkti fullkomið jafnrétti og hefði lengi gert.
Andstæðan við karlrembu er kvenremba - og út á það gengur femínismi ekki. Greinilegt af skrifum þínum að þú hefur lítið kynnt þér um hvað femínismi snýst eða hvað felst í honum. Yfirlýsingar um að hér sé jafnrétti jafngildir yfirlýsingu um að launamisrétti sé í lagi, að það sé í lagi að karlar hafi meirihluta bæði valds og peninga, að ekki sé þörf á að berjast gegn kynbundnu ofbeldi og að ok sé að ala börn upp í ákveðin kynhlutverk eftir kyni - sem jafngildir ójöfnum tækifærum. Einnig að það sé ok að hlutgera konur og hafa þær til sölu. Það er nóg eftir af jafnréttismálum á okkar ástkæru Vesturlöndum en því miður hefur ekki náðst betri sátt um femínismann en raun ber vitni - sem er einmitt ágætur mælikvarði á hvað við eigum langt í land.

Svona nafnlaus málflutningur er ekki á málefnalegu nótunum. Getur valið um að koma fram undir nafni til að ræða málin en ég nenni ekki að eyða miklum tíma í að ræða við einhvern nafnlausan sem er á því að femínismi sé óþarfur hér - á sama tíma og sá hinn sami kemur fram með yfirlýsingar um að krefjast þess að hlutirnir séu gerðir eftir hans höfði... þú fattar vonandi íroníuna í því.

Nafnlaus sagði...

Jæja Kata ég bið þig innilega fyrirgefningar á þessari skoðun minni og ég vona að þetta innlegg mitt hafi ekki rist jafn djúpt og mig grunar. Þekking mín á feminisma er að vísu öll fengin af opinberri framkomu og aðferðarfræði íslenskra feminista í td. fjöl. og ljósvakamiðlum sem túlka mætti af þinni hálfu sem slæma heimild miðað við viðbrögð þín.
En svona er þetta, ef málefnið er ærið eins og td. kúgun kvenna í mið austurlöndum þá fá feministar allan minn stuðning.
Og kannski eitt í lokin; því meiri völd og áhrif sem feministar öðlast í þessum heimi að þá verður þú að sætta þig við að óbreyttir þegnar heimsins leggi fram kröfur á hreyfinguna. Öðruvísi verður hún túlkuð sem fasísk.
Bestu kveðjur og gangi þér vel.

katrín anna sagði...

Kröfur um að hætta baráttu hér heima fyrir þar sem af nógu er að taka flokkast varla undir sanngjarna kröfu...

Fjölmiðlar eru ekki fullnægjandi vettvangur fyrir baráttuna eða um hvað femínismi snýst af þeirri einföldu ástæðu að fjölmiðlaumfjöllun er yfirleitt mjög stutt, algengt t.d. að ein frétt sé 20 - 30 sekúndur og viðtal í þætti á bilinu 7 - 15 mín. Það er afar erfitt að koma öllum sjónarhornum á framfæri á svona stuttum tíma... Annars ætti samt að vera ljóst af fjölmiðlaumfjöllun að viðfangsefnin hér heima eru ærin þó það séu auðvitað ærin viðfangsefni fyrir þig út um víðan heim.

Þeir sem vilja gera kröfur á hreyfinguna ættu líka að beita sér fyrir málefnum hreyfingarinnar... eitthvað svo allt of karllægt að sitja heima með tærnar upp í loft og skipa öðrum fyrir verkum... gæti jafnvel flokkast sem karlremba... ;)