föstudagur, júní 27, 2008

Útiveran



Ég held hreinlega að sumarið sé ekki hentugur tími til að blogga... allavega ekki fyrir mig á meðan veðrið er svona gott. Ég tók upp á því að gerast útivera í sumar og má mest lítið vera að því að sitja fyrir framan tölvuna. Hef því ákveðið að blogga lítið sem ekkert í sumar heldur njóta þess að vera úti í góða veðrinu!

Sumarið búið að vera gott so far (eins og sést á bloggleysi). Fræðslan fyrir unglingavinnuna byrjuð og hóparnir hver öðrum skemmtilegri. Síðan er það garðurinn... ef einhver vill er hægt að skemmta sér við að spá í hvort komin verði mynd á garðinn í sumarlok eður ei... spennó spennó! ;) Annars er ég byrjuð að spá í hvort það sé ekki nauðsynlegt að dansa regndansinn af og til nú þegar komnar eru nokkrar plöntur í garðinn. Rigningin er allt í einu mun eftirsóknarverðari en áður.

Að lokum - það er spurning hvort mun teljast meira afrek þegar upp er staðið - að koma garðinum í horf eða að hafa loksins tekist að leysa töfrateninginn!! :)

Hafið það gott í sumar. :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá, ég hef enn ekki getað ráðið fram úr töfrateningnum. Enda held ég að þú sért bara að plata. Hefur setið heima vikum saman að vesenast í honum og hefur alls ekkert verið í garðinum ;)

katrín anna sagði...

Búha... endar með því að ég neyðist til að bjóða þér í kaffi í haust til að sanna mál mitt. Skal íhuga að skila þér ritgerðinni þinni í leiðinni ;)