laugardagur, desember 17, 2005

Þjóðarsorg

Er ekki fyndið að sumir skuli ekki ná upp í nefið á sér yfir því að 3 einstaklingar sendi frá sér yfirlýsingu í eigin nafni til að mótmæla því að forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu fyrir hönd allrar þjóðarinnar?

Það virðist sem sagt vera ok að senda yfirlýsingu fyrir hönd allrar þjóðarinna en ekki ok að senda yfirlýsingu í eigin nafni! :-/ Þetta er eitthvað öfugsnúið en lærdómurinn sem hægt er að draga af þessu er þá kannski sá að senda næst yfirlýsingu fyrir hönd allrar þjóðarinnar. Held ég drífi mig bara í því og lýsi loks yfir þjóðarsorg - fyrir hönd allrar þjóðarinnar. Sko - nú ættu allir að vera sáttir :)

En hér er annars hin margumtalað yfirlýsing:


Yfirlýsing v/heillaóskaskeytis forsætisráðherra:
Hæstvirti forsætisráðherra,

Undirritaðar gera hér með athugasemd við heillaóskaskeyti það sem ráðherra sendi Unni Birnu Vilhjálmsdóttur í nafni íslensku þjóðarinnar allrar. Það þykir undirrituðum tímaskekkja á þrjátíu ára afmæli kvennaárs Sameinuðu þjóðanna og að nýloknum kvennafrídegi þar sem um 60 þúsund konur greiddu jafnréttinu atkvæði sitt víða um land.

Deildar meiningar eru um ágæti fegurðarsamkeppna meðal þegna landsins. Fegurðarsamkeppnir ýta undir einhæfar staðalímyndir um útlit og hlutverk kvenna í samfélaginu. Með því að senda heillaóskaskeyti í nafni þjóðarinnar allrar gerir forsætisráðherra lítið úr þeirri kröfu að konur séu metnar að verðleikum en ekki eftir ytra útliti.

Margs hefur verið minnst í sögu íslenskra kvenna á árinu sem er að líða og hin íslenska kvennahreyfing hefur sameinast um að vekja athygli á stöðu jafnréttismála hér á landi og í alþjóðlegu samhengi.

Virðingarfyllst,
Rósa Erlingsdóttir
Edda Jónsdóttir
Katrín Anna Guðmundsdóttir
Verkefnisstýrur baráttuárs kvenna 2005

Og svo er ekki úr vegi að minna á bloggsíðurnar sem við í staðalímyndahópi FÍ gerðum í den:

Bloggsíða v. Ungfrú Ísland keppninnar: http://www.missiceland.blogspot.com/
Bloggsíða v. Ísdrottningarinnar: http://meyjanam.blogspot.com/

16 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er ekki full hart að vera á móti því að forsætisráðherra óski manneskju til hamingju? Ég ætla rétt að vona að þó hún Unnur hafi unnið þessa keppni að hún verði hamingjusöm. Annars sé ég ekki að forsætisráðherra hafi verið að gefa út stuðningsyfirlýsingu fyrir tilvist keppninnar.

Ef Íslendingur vinnur heimsmeistaratitil í íþrótt eða öðru, þá fynnst mér að forsætisráðherra hafi fullt leyfi til þess að senda viðkomandi heillaskeyti. Jafnvel þó svo að ég fyrirlýti keppnina. Ég geri greinamun á keppninni og manneskjunni!

Það er að mínu viti mjög barnalegt að vera mótfallinn heillaóskum. Það er eiginlega bara ljótt.

Þetta eru annars bara mínar skoðanir;)

Kveðja
Elli

Nafnlaus sagði...

Eitt sem ég var að spá í.. er ekki bara hægt að samgleðjast yfir því að fulltrúi Íslands í Ungfrú Heimur hafi unnið? Meina ekki eins og það komi heimsendir þó að þrjár konur hafi tilheyrt þessu.. Getiði ekki bara beðið hann um að senda annað heillaskeyti og þar standi:

Þjóðin öll óskar þér til hamingju, nema Rósa Erlingsdóttir,
Edda Jónsdóttir og
Katrín Anna Guðmundsdóttir, því að þær eru á móti því að þér sé óskað til hamingju með að vera falleg!!

Þetta er bara dæmi um það sem hann hefði getað skrifað, en þá hefðuð þið ábyggilega líkað byrjað að tuða eitthvað yfir því að hafa ekki fengið að vera með.. Veit ekki hvort það séu fleiri sem eru á sömuskoðun og þið, en það er samt ótrúlegt að geta ekki bara glaðst yfir því að hún hafi unnið.

Vilduð þið (feministar) ekki að konur fengju meiri umfjöllun í fjölmiðlum? Eins og í þessu dæmi fær Unnur Birna mikla atygli og sér hana
mikið í fjölmiðlum (allavega hef ég séð hana í sjónvarpi, blöðum (bæði íslenskum og erlendum), heyrt um hana í útvarpinu).

Líka þetta sem þið voruð að tala um einhæfa staðalímynd og að konur séu ekki metnar eftir ytri fegurð, auðvitað skiptir ytri fegurð máli en það ræður náttútulega hver og einn eftir hverju hann fer.

Er þá ekki alveg eins hægt að sleppa því að hrósa fallegu kvennfólki sem hefur unnið í einhverju (svo sem fegurðarsamkeppnum) og kannski hætta líka með karlkyns fegurðar samkeppnir? meina þar eru karlar dæmdir eftir ytri fegurð og það ýtir undir einhæfa staðalímynd.

Hættið bara að vera með þennan frómas í hausnum og farið að hugsa líka á hinn vegin, því að í þessu tilfelli virkar þetta í báðar áttir.

----------------------
Allt hér að ofan eru mínar skoðanir og ég ber alla ábyrgð á þeim.

Kveðja Arnar

Nafnlaus sagði...

Ég hef reyndar ekkert á móti því að forsætisráðherra sendi heillaóskaskeyti og finnst alveg eðlilegt að hann sendi slíkt skeyti. Það sem var gagnrýnt var að hann gerði það í nafni þjóðarinnar allrar - vitandi að stór hluti fólks er á móti fegurðarsamkeppnum. Forseti Íslands sendi líka heillaóskaskeyti - frá sjálfum sér og frúnni - og við gagnrýndum það að sjálfsögðu ekki.

En varðandi hvort að ekki sé hægt að fagna því að fulltrúi Íslands hafi unnið þá hef ég minnstar áhyggjur af Unni Birnu sjálfri. Hún á örugglega eftir að spjara sig. En mér finnst þetta fár yfir þessum keppnum skaðlegt vegna þess að það er verið að segja ungum stelpum að þetta sé það merkilegasta sem þær geta gert - og það finnst mér einfaldlega röng skilaboð.

Nafnlaus sagði...

"Ég hef reyndar ekkert á móti því að forsætisráðherra sendi heillaóskaskeyti og finnst alveg eðlilegt að hann sendi slíkt skeyti. Það sem var gagnrýnt var að hann gerði það í nafni þjóðarinnar allrar - vitandi að stór hluti fólks er á móti fegurðarsamkeppnum."

Þannig að þú villt ekki láta bendla þig við þann gjörning að óska manneskjunni haningju!

ÉG SKIL AFHVERJU ÞIÐ ERUÐ Á MÓTI KEPPNINNI OG FINNST MÉR ÞAÐ EÐLILEGT AÐ FEMINISTAR FORDÆMI KEPPNINA.

Ef þú villt alls ekki óska henni að njóta hamningju, villtu þá óska henni óhamingju?
Eða villtu að hún upplifi hvorugt?

Ef forsætisráðherrann myndi skrifa stuðningsyfirlýsingu við keppnina fyrir hönd þjóðarinnar myndi ég taka heilshugar undir með ykkur. En hann var aðeins að óska þess fyrir hönd þjóðarinnar að Unnur Birna myndi njóta hamingju.

Hér kemur yfirlýsing frá mér.

"Ég óska Unni Birnu hamingju."

Þessi yfirlýsing gerir mig væntanlega að karlrembu sem vill viðhalda staðalýmind kvenna.

Nafnlaus sagði...

Þá þarf forsetisráðherrann að fara að senda ansi mörgum einstaklingum hamingjuóskir í nafni þjóðarinnar. Það eru mun fleiri sem mér finnst að eigi hamingjuóskir skilið en hafa ekki fengið hana frá ráðherranum. Ekki var t.d Kristínu Rós sundkonu sendar hamingjuóskir þegar hún setti enn eitt heimsmetið.
Það að hann sendi Unni þessar hamingjuóskir en ekki öðrum sem skara fram úr eru ákveðin skilaboð um hversu mikinn sess svona keppnir og þar að leiðandi ytra útlit kvenna skiptir miklu máli. Ég kæri mig ekki um að slík skilaboð séu send í mínu nafni og finnst framtak Katrínar, Rósu og Eddu til fyrirmyndar.

Nafnlaus sagði...

manuel - að óska einhverjum hamingjum og óska einhverjum til hamingju er ekki sami hluturinn. Ég óska Unni Birni hér með formlega hamingju! Hamningjusamur? ;)

Tek svo undir það sem Hrafnhildur sagði.

Nafnlaus sagði...

Já ok! En mér finnst þetta samt barnalegt. Því í þessum mótmælum ykkar finnst mér ekki felast ádeila á keppnina. Ég er alveg sammála ykkur í því að við værum betur sett án keppninnar. Ég er styð ykkur heilshugar í því að koma henn af. En ég get með engu móti verið sammála þessum mótmælum. Það að senda einhverjum heillaóskir fyrir hönd þjóðarinnar er bara mjög gott mál.

Ég ætla rétt að vona að forsætisráðherra óski ekki bretum eða Bandaríkjamönnum gleðilegs árs fyrir hönd þjóðarinnar. Jah nema hann óski hverju einasta landi í heiminum gleðilegs árs. Því það eru svo mörg lönd sem eiga þessar óskir meira skilið en þessi tvö lönd. Gáfulegt?

Þið gætuð náttúrulega bara komið með yfirlýsingu til Unnar þar sem þið dragið hamingjuóskir sem sendar voru í ykkar nafni til baka.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst Unnur ekki eiga þessar óskir meira skilið en margir aðrir síður en svo, þess vegna finnst mér þetta slæmt að forsetisráðherran leyfi sér að taka upp á þessu. Það eru fjölmargir sem skara fram úr.

Nafnlaus sagði...

Þetta er ekki spurning hvort hún eigi það meira skilið en einhver annar! Mér sýnist þau vera mótmæla því að henni sé óskað til hamingju í nafni þjóðarinnar. Ekki að aðrir fái ekki heillaóskir.

Það er enginn kvóti á heillaóskum sem má senda. Ef menn eru ósáttir við að Kristín Rós eða einhverjir aðrir séu ekki sendar heillaóskir þá er bara hægt að mótmæla því. Ef forsætisráðherra ákveður að senda heillaóskir í nafni þjóðarinnar til jóns jónssonar sem hefur ekkert gert á opinberum vettvangi, þá er það bara gott mál. Ég sé þetta ekki sem einhverja stórpólitíska ákvörðun. Það er ekki eins og hann sé að senda stríðsyfirlýsingu í nafni þjóðarinnar. Þetta eru BARA HEILLAÓSKIR! Ef einhverntíma það gleymist að senda einhverjum heillaóskir má þá aðeins senda heillaóskir þeim sem afreka meira en sá aðili?

Nafnlaus sagði...

Ég held að Unnur Birna hefði getað "lent í" mörgu mun betra heldur en að vinna fegurðarsamkeppni. Mér finnst engin ástæða til að segja "til hamingju með að vera sætust" og gera svona mikið mál úr því. Er þetta annars það mesta og besta sem konur hafa fram að færa? Að vera upp á punt?

ps. tek fram að ég þekki Unni Birnu ekki neitt og er ekki að gagnrýna hana persónulega. Finnst það heldur ekki skipta máli hvort hún er í lögfræði og var í löggunni, o.s.frv. Þetta var ekki keppni um bestan námsárangur, áhugaverðasta sumarstarfið oþh. Þetta var fegurðarsamkeppni - keppni í að vera sætasta ógifta, barnalausa konan á aldrinum 18 - 24 ára.... og hún vann. Big deal?

kókó sagði...

Ég hef "slegist" við karlremurnar í vinnunni, vilja meina að þið megið ekki tala fyrir hönd 60 þús. kvenna - but hei! afhverju má Halldór tala fyrir munn þjóðarinnar? Enn færri sem kusu hann en forsetann.

Nafnlaus sagði...

Reyndar datt okkur ekki í hug að tala fyrir hönd 60þús kvenna í þessu máli heldur sendum þetta í okkar eigin nafni - sem kemur skýrt fram í yfirlýsingunni sem við hefjum á orðinu "Undirritaðar". Við töluðum því í eigin nafni og báðum forsætisráðherra vinsamlegast um að gera slíkt hið sama í máli sem hann á að vita að ekki ríkir einhugur um.

Nafnlaus sagði...

Getur einhver einhverntíma talað fyrir hönd þjóðarinnar án þess að einhver sé honum ósammála???

Nafnlaus sagði...

Já ég hugsa að það sé hægt. T.d. þegar Íslendingar urðu heimsmeistarar í bridds var alveg óhætt að óska til hamingju fyrir hönd þjóðarinnar :) Það er aftur á móti ekki óhætt í málefnum sem vitað er að eru umdeild - eins og konusýningar. Þá er það hreint út sagt heimskulegt því vitneskjan um að fólk er ekki sammála liggur fyrir. Forsætisráðherra ætti að hafa lært eitthvað af yfirlýsingum um Íraksstríðið (ekki að þetta sé sambærilegt mál - nema að hann er að tala fyrir hönd þjóðarinnar í bæði skiptin)... en það hefur hann ekki gert!

Nafnlaus sagði...

Þú segir Bridds! Ég er mjög mótfallinn að spil séu flokkaðar undir íþróttir. Ef ég vinn alla í olsen olsen er ég þá mikill íþróttamaður? Nei. að það sé keppt í Bridds undir formerkjum íþróttasambandsins er ekki mér að skapi. Það fara meira segja fram heimsmeistarakeppnir í tölvuleikjum. Eru það miklir íþróttamenn sem hanga fyrir framan tölvur og leika sér?

Nei forsætisráðherra væri sko ekki að tala frá mínu hjarta þá. En hann mætti samt alveg mínvegna óska þeim til hamingju fyrir hönd þjóðarinnar.

Ég held að það sé ekki hægt í neinum tilfellum að koma með svona yfirlýsingu fyrir hönd þjóðarinnar sem allir eru sáttir við. Þá er annaðhvort að banna þjóðkjörnum leiðtogum að tala fyrir hönd þjóðarinnar eða þá að gefa þeim heimild til þess þó það skarist við skoðanir einstakra aðila.

Nafnlaus sagði...

Það var mjög mikil íþróttaiðkun samhliða heimsmeistartitlinum - liðið var í stífri þjálfun á undirbúningstímanum!!! :) Er eitthvað meiri íþrótt að sitja inn í bíl og keyra heldur en að sitja fyrir framan borð og spila? Svo er bridds alls ekki sambærilegt við Olsen Olsen... En ég tók nú bridds bara sem dæmi þar sem þetta er fjölskyldusportið - ásamt golfinu. Ég spila reyndar hvorugt en sé hvað það er mikil vinna á bakvið. :)