mánudagur, desember 12, 2005

Krísustjórnun

Hvernig á kona að bregðast við þegar Ísland vinnu Miss World konusýninguna?
  1. Lýsa yfir þjóðarsorg fyrir hönd þjóðarinnar - a la forsætisráðherra?
  2. Panika?
  3. Springa úr stolti yfir að vera best í heimi í að spranga um í bikiní og háum hælum? :-/
  4. Gefast upp - fara í megrun, líkamsrækt, ljós, brúnkumeðferð, permanett og hætta að fara út úr húsi ómáluð? Ekki er hægt að svekkja útlendingana sem koma til að skoða þjóðargersemarnar!
  5. Opna veðbanka og spá í hvort hún fær fyrst vinnu í Kastljósinu, Íslandi í bítið eða Íslandi í dag? (enda er þátttaka í konusýningum stökkpallur til glæsts frama í fjölmiðlum og landkynningu!)
  6. Aðrar uppástungur?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér lýst vel á veðbankann, ég verð að skjóta á Ísland í dag. Set mínar krónur þangað. Sjitt annars hvað þetta er súrealískt, fjölmiðlar hafa verið undirlagðir af þessu í 2 daga eins og þetta sé ekki bara eitthvað djók. Hvað er svona merkilegt við að vera rosalega sæt. Gildismatið alveg farið í rassgat.
kv

Nafnlaus sagði...

Mig langar mikið að segja orðið ÖFUNDSÝKI en ég ætla ekki að gera það :)

Þessi keppni er náttúrulega bara eins heimskuleg og Dans,Ballett,Söngvakeppni og margt fleirra. En ég er samt ánægður með að við skulum vinna svona heimskulega keppni. Mér finnst meiri virðing fólgin í því að vinna heldur en að lenda í t.d þriðja sæti í heimskulegri keppni.

Nafnlaus sagði...

Þarf ekki að vera öfundsjúk - tók þátt í ungfrú Ísland.is fyrir tveimur og hálfu ári - svo draumurinn er uppfylltur ;)

Nafnlaus sagði...

Er það? :)

Vá hvað það er mikil snilld hjá þér!!! Þú bara verður að skrifa eitthvað um það!!! Eða er til einhver frásögn af þessu einhverstaðar? Þetta er svo sjúklega fyndið að bara tilhugsunin við að þetta færi mig til að hlægja. Þetta er samt alveg rosalega virðingavert að vera þátttakandi í einhverju sem maður fyrirlýtur til að fá betri innsýn inn í þennann heim. Þá er allavega ekki hægt að tala um fordóma hjá þér.

Nafnlaus sagði...

Já, þú getur skoðað myndir af mér á sviðinu og lesið allt um þetta hér: http://www.feministinn.is/saga/vera-stadalimyndahopur-fs33003.htm :)