föstudagur, janúar 20, 2006

Guði sé lof...

Mér hefur alltaf þótt að kirkjan ætti að vera í fararbroddi þegar kemur að mannréttindum, kærleika og jafnrétti. Mér hefur þótt það vegna þess að mér þykir það rökrétt miðað við það að trúin á að snúast um hið góða. Hins vegar hefur mér lærst í gegnum árin að fátt eða ekkert er jafn afturhaldssamt þegar kemur að þessum málum og kirkjan. Mér þykir það miður enda gerir þetta það að verkum að kirkjan verður á stundum erfiður vettvangur fyrir fólk með réttlætiskennd. Eins og til dæmis núna. 20 trúfélög hafa sent frá sér yfirlýsingu til að hafna frumvarpi um aukin réttindi samkynhneigðra. Guði sé lof að ég er ekki í neinu af þessum trúfélögum!

For the record: Ég styð frumvarpið um aukin réttindi samkynhneigðra en mér finnst það ganga of skammt. Ég vil að hjónabandið verði opið fyrir einstaklinga af sama kyni og að samkynhneigðir geti fengið kirkjulega blessun á sínu hjónabandi. Vil líka að gagnkynhneigðir einstaklingar fái að ganga í staðfesta samvist.

Engin ummæli: