þriðjudagur, janúar 24, 2006

Að skella sér í pólitík

Var næstum búin að gleyma að blogga um fundinn hjá Vinstri grænum. Var beðin um að halda fyrirlestur um kvenfrelsismál á vinnufundi hjá þeim á laugardaginn var. Þó ég væri hér um bil síðust á dagskrá mætti ég strax kl. 10 til að geta hlustað á hin erindin. Þetta var mjög gaman og ég lærði margt. Rætt var um börn og skólastörf, aldraða, frístundaheimilin, stöðu fólks af erlendum uppruna og umhverfismál. Ég mætti með langan lista yfir kvenfrelsismálin... á eftir voru síðan vinnustofur þar sem Vinstri græn unnu sína stefnumótun. Ég var ekki þar en er forvitin að sjá stefnuna. Fundurinn var svo skemmtilegur að mig langaði næstum til að skella mér í pólitík í kjölfarið! ;)

Engin ummæli: