fimmtudagur, janúar 12, 2006

Hvað gerir kona við óþrjótandi birgðir af spínati?

Í gær var annar í afmæli og þá er alltaf við hæfi að hefja nýtt og heilsusamlegra líf. Ég bjó mér því til heilsusamlegan drykk í hádeginu eftir uppskrift úr Grænum kosti. Hann var svo sem allt í lagi, allavega betri en ég átti von á miðað við innihaldið. En... 2 tímum seinna var ég komin með fyrstu pest ársins. Reyndar bara hálsbólgu en sem sönnum súkkulaðifíkli sæmir langar mig auðvitað til að kenna hollustunni um! ;) Ákvað samt að vera skynsöm að halda áfram að lifa heilbrigðu og hollu lífi. Taka 2 á heilsusafanum var því reynd í hádeginu. Þrátt fyrir óþrjótandi birgðir af spínati í ísskápnum var allt hráefnið í drykkinn góða ekki til svo hér kemur mín eigin útgáfa af drykknum:

Handfylli af spínati
Slatti af akúrku
Sítrónusafi
Rifin engiferrót
Tómatsafi
Smá sjávarsalt

Allt sett í blandarann og blandað vel saman. Síðan eru sett út í nokkur frosin jarðaber og hindber og blandað áfram. Hellt í glas og drukkið... nammm.... ehemmmm.

Mæli svo með að spínat verði selt í minni pokum - á ennþá hálfan poka eftir og hvað geri ég við hann? :-/

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Blessuð hentu þessu spínati. Ég veit hvað liggur á bakvið þetta. Ég reyndi þetta sem krakki og þetta virkaði ekkert. Held að Walt Disney (stafs.) eða hverjir það voru sem framleiddu Stjána bláa, ættu að taka upp siðareglur DV "að leggja fyrst og fremst áhreslu á sannleikann".

Nafnlaus sagði...

Eftir 3 spínatdaga í röð er ég full af orku!!!! Ekki orðin eins sterk og Stjáni blái samt :-/

Nafnlaus sagði...

blandaðu við það ristuðum hnetum, hvítlauksolíu og soðnu pasta og sólþurkuðum tómötum, það er ljómandi gott

Nafnlaus sagði...

Það hljómar betur heldur en blandan mín :-) Grétar var ekki hrifinn af henni - hann fékk að prófa hana í hádeginu. Ég er orðin vön henni og fannst þetta bara allt í lagi!

Í kvöldmat fengum við okkur tortilla með hummus, spínati, alpha spírum, sólþurrkuðum tómötum og osti. Það var ljómandi gott.

Bráðum borða ég örugglega spínat með öllu.... en það er líka eins gott fyrst Nóatún er komið á svarta listann og Maður lifandi, Heilsuhúsið og Yggdrasil eiga helst að fá að njóta sem mest af matarpeningum heimilisins.