þriðjudagur, janúar 31, 2006

Ísland næstbest í heimi... á eftir Chile?

Ný ríkisstjórn Chile verður skipuð 10 konum og 10 körlum. Kynjahlutfallið er jafnt. Nýji forsetinn ákvað þetta. Hún er kona. Ísland hefur aldrei verið með jafnt kynjahlutfall í ríkisstjórn. Ísland hefur aldrei verið með konur í meirihluta í ríkisstjórn. Ísland hefur aldrei verið með konu sem forsætisráðherra. Á Íslandi ríkir karlaveldi. Á Chile ríkir líka karlaveldi en núna er framkvæmdavaldið með jafnt kynjahlutfall og forsetinn er kona. Það verður að teljast flott! :)

Engin ummæli: