mánudagur, júní 12, 2006

Afsakið hlé

Hef ekki verið svona léleg við að blogga frá upphafi... en fyrst var einhver lágdeyða í gangi og svo fór ég bara í frí. Var voða gott en nú er víst kominn tími til að halda áfram þar sem frá var horfið. Byrja á tilraunastarfsemi vegna 19. júní - málum bæinn bleikan.

Jæja - tilraunastarfsemi lokið. Verð að taka út linkinn því hann veldur því að allir tenglarnir detta neðst á síðuna. En ef þið viljið setja 19. júní borða á vefsíðuna ykkur kíkið þá neðarlega á þessa síðu:

19. júní síða frá 2004

4 ummæli:

Berglind Rós Magnúsdóttir sagði...

Var einmitt farin að örvænta - nýbúin að setja link af síðunni þinni á mína og svo gerðist ekkert. Mikið er ég glöð að þú ert komin aftur úr fríi. Ég er á leiðinni á skerið, kem 16. júní og vonast til að sjá þig og helst geta tekið þátt í einhverju brjáluðu femínistauppþoti. Fer á stjarneðlisfræðilega spennandi fyrirlestur í Háskóla Íslands (http://www.jafnretti.hi.is/)á kvennadaginn, ekki síst í ljósi nýjustu frétta frá Háskóla Íslands.

katrín anna sagði...

Já - hálf spaugilegt að þessi fyrirlestur sé akkúrat núna. Eftir fyrirlesturinn getur þú mætti í kvennagönguna, kaffi á Hallveigarstöðum og jafnvel eitthvað meira skemmtilegt :) Og auðvitað að vera í einhverju bleiku.
Hlakka til að sjá þig.

Silja Bára sagði...

velkomin heim - ég var farin að sakna þín.
Missti af þér í bítinu, verð að kíkka á það á netinu. Frábær pistill í viðskiptablaðinu, til hamingju með hann. Er það svo Rás 2 eða 1 seinnipartinn?
Sé ykkur báðar á fyrirlestrinum 19. júní - allar í bleiku:)

katrín anna sagði...

Það var Rás 1 rétt fyrir kl. 1:30. Svo er það Blaðið á morgun. Vona að ég verði kvótuð rétt... las þetta ekki yfir og það er alltað pínku spennandi að sjá hvernig svoleiðis kemur út ;) Spurningin var: Vaknaðir þú í verri borg í morgun? Alltaf allt á sama deginum - eiginlega búin með kvótann og ekki byrjuð að tala um 19. júní ennþá. Aðrir femínistar verða eiginlega að taka þá umræðu að sér :)