fimmtudagur, júní 15, 2006

Úr ýmsum áttum

Viðskiptablaðinu var dreift frítt með Mogganum á miðvikudaginn þannig að rektorspistillinn fékk víst meiri útbreiðslu en ég bjóst við... Í sjálfu sér er ég mjög ánægð með að þessi pistill skyldi hafa farið í svona góða dreifingu vegna þess að þetta mál er hrikalegt. Þarna er kona sem er gróflega brotið á bara vegna þess að hún er kona. Ég fæ samt ónotatilfinningu í mallann yfir að gagnrýna konu sem er í þeirri stöðu að vera fyrsta konan í embætti svona harkalega. Konur standa oft frammi fyrir því að vera gagnrýndar harðar heldur en karlar í sömu stöðu. Línan þarna á milli er ekki auðveld því að auðvitað eiga konur ekki að vera með free-card heldur og geta gert það sem þeim dettur í hug án þess að vera gagnrýndar. Kynjakerfið virkar þannig að bæði karlar og konur taka þátt í að viðhalda því og því þarf að breyta. Konur sem viðhalda kynjakerfinu og brjóta á öðrum konum verða að vera tilbúnar til að taka því - og við hin þurfum að passa að gagnrýnin verði sambærileg og ef karlar ættu í hlut. Ég er svo sem að gagnrýna "gamla góða Villa" og Björn Inga fyrir lélegan hlut kvenna í borgarstjórn þannig að balancinn er svona nokkurn veginn til staðar - þó skotið í Blaðinu í dag hafi alls ekki verið fast.

Undirbúningur fyrir 19. júní er í fullum gír. Nú er verið að skipuleggja afhendingu á bleiku steinunum!!! Spennó, spennó hver fær steinana í ár :) Mér finnst þeir fara á góða staði.

Svo er ég búin að komast að því að veðrið í London er betra en hér! Þegar við komum út var svona 23-24°C - sem er með því allra þægilegasta. Svo hitnaði reyndar þegar leið á vikuna og seinni hluta vikunnar var 28-29 stiga hiti. Samt afskaplega þægilegt nema í lestunum, þar var alltof heitt, sérstaklega á rush hour. En kona finnur hvernig streitan líður í burtu í svona þægilegum hita, löngunin í súkkulaði hverfur og þörfin fyrir hreyfingu eykst. Enda var ég endurnærð eftir vikuna :)

Gott að vita um London:

Silver Moon bókabúðin er á 3. hæð í bókabúðinni Foyles á Charing Cross Road (hægt að fara úr lestinni á Tottenham Court Road eða Leicester Square). Í Silver Moon er hægt að kaupa alls konar femínískar bækur. Algjört æði.

Women's Library er á Old Castle Road (lestarstöð Aldgate East, fara til hægri frá lestarstöðinni og gatan er þar rétt hjá). Bókasafnið auðvitað frábært en það þarf að gefa sér tíma til að grúska. Á fyrstu hæðinni eru síðan oft sýningar í gangi. Ég sá sýningu um alls kyns femínískar mótmælaaðgerðir. Mjög skemmtileg.

Ef þú þarft að fara til læknis þá er walk in clinic á Victoria Station. Held það sé á Waterloo Station líka. Algjör lifesafer!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tottenham heitir það víst. Þar er líka hægt að sjá fegurstu byggingu heims. Hún er á 748 High Road og heitir White Hart Lane. Byggingin tengist feminismanum ekki á neinn hátt, en sagan sem þessi bygging hefur að geyma er svo sterk og einhvernveginn finnur maður sögu byggingarinnar bara við að ganga inn í hana. Það er ekki hægt að koma orðum að þessu þetta er bara eitthvað sem maður verður að upplifa.