mánudagur, júní 19, 2006

Málum bæinn bleikan er í dag

Svaðalega var ég sammála forsetanum um konurnar sem voru sæmdar Fálkaorðunni. Tími til kominn að svona stór hópur femínista fengju orður á sama tíma!!! :) Finnst líka svolítið skondið að fylgjast með kynjahlutfallinu. Forsetinn var harðlega gagnrýndur í fyrra fyrir að útnefna næstum bara karlmenn 2 dögum áður en konur fögnuð 90 ára kosningarétti. Núna passaði hann sig betur - en samt er eins og það sé í gangi regla um karlarnir skuli alltaf vera fleiri. Nú var hlutfallið sem sagt eins jafnt og hægt var miðað við að karlarnir væru fleiri - 6 kk og 5 kvk.

Rúna, Margrét, Magga Pála, Ahn Dao og Þórhildur - innilega til hamingju :)

ps. ok fyrirsögnin kemur þessu innleggi ekki við en vildi bara minna á daginn!

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með Daginn!

Ég er alltaf að draga meira og meira úr andstöðu minni við feminista og tók stórt skref með því að klæðast bleikum póló bol í dag. Þetta á örugglega eftir að enda með ósköpum:)

Ég var að sjálfsögðu mjög spenntur fyrir útvarpinu í dag og höfðu vinnufélagarnir það á orði að ég hefði verið andlega fjarverandi í dag.

Ég beið spenntur eftir því að sjá hvort feministar sem mættu í fjölmiðla myndu loksins vera jákvæðir og svona upbeat eða niðurdregnir og neikvæðir. Það er nefninlega hægt að koma sömu skilaboðunum á framfæri á hvorn veginn sem er. En mér varð því miður ekki úr ósk minni. Svarsýni og bölsýni var stemmingin nú sem endra nær.

Ég er svo viss um að ef feministar myndu nú vera svolítið hressari og jákvæðari í umræðunni myndu margir sjá feminismann sem heillandi fyrirbæri. Þið eruð í raun að selja fólki hugmyndafræði. Það hlýtur að vera rétt hjá mér að fólk myndi kaupa hugmyndafræðina ef hún væri kynnt á jákvæðann og eftirsóknarverðann hátt frekar en með neikvæðni og svartsýni.

Það sem ég á við með öllu þessu er að í öllum viðtölum sem ég heyrði við feminista í dag tala feministar engöngu um það sem uppá vantar til að það komist á jafnrétti, en ekki það sem vel hefur verið gert.

katrín anna sagði...

Til hamingju með daginn sömuleiðis. Bleikur pólóbolur er vissulega stórt skref í rétta átt - og ég er voða glöð að heyra að þú sýnir stuðninginn við jafnrétti í verki :)

Þegar ég var spurð um hvernig staðan væri þá reyndi ég að koma því fyrst að að lagalega og menntunarlega séð hefði mjög margt áunnist en eftir sem áður ættum við mjög langt eftir. Það er ekki hægt að tala um stöðuna og segja að allt sé bara jollý gúdd! En dagurinn fannst mér brjálæðislega jákvæður og skemmtilegur. Skemmti mér mjög vel í dag og gladdist mikið yfir að sjá bleika litinn út um allt :)

Nafnlaus sagði...

Já takk fyrir það. Jafnrétti er auðvitað hagsmunamál fyrir karlmenn eins og konur.

Einhverra hluta vegna tengi ég málflutning feminista við svolítið sem ég lærði á sínum tíma í uppeldisfræði. Í þeim kúrs var mikið talað um umbun og refsingu. Það er mikilvægt að beita hvoru tveggja til að kenna barni rétt frá röngu. Langstærsta vandamál sem fylgja þessu er að foreldrar leggja oftast höfuðáherslu á að refsa á réttum tíma en gleyma að umbuna á réttum tíma.

Það sama finnst mér um feminista. Þeir eru alltaf tilbúnir að draga fram það sem slæmt er en leggja litla áherslu á það sem vel er gert.

Til að skýra málið eru þetta viðbrögð feminista við spurningum sem þeir fengu í gær:

Fréttamaður: "Hefur staða kvenna ekki batnað mikið á síðustu árum?"

Feministi: "Jú að sumu leiti en versnað að öðru leiti. (svo kemur upptalning á þeim málum sem annað hvort hafa versnað eða þau sem ekki hafa batnað)"

Ég man þetta ekki orðrétt en þetta var inntakið í þessu. Það hlýtur að vera hægt að setja þetta á aðeins jákvæðari nótur. T.d væri hægt að svara spurningu fréttamannsins svona:

Feministi: Jú, almennt séð hefur hún batnað. Baráttan fyrir jafnrétti er þó ekki lokið. Það er samt meiri jákvæðni fyrir jafnrétti í samfélaginu í dag en fyrir 50 eða 90 árum. Vilji stjórnvalda til að beyta sér fyrir jafnrétti hefur aukist mikið á undanförnum árum. Það má þó taka á málunum af meiri festu en gert hefur verið. Við sjáum til dæmis áhrifin af breyttum fæðingaorlofs lögum. Umræðan um jafnréttismál í fjölmiðlum hefur einnig stóraukist ....
Nú er bara nýta þann byr sem er með okkur til að halda áfram í átt að jafnrétti, því það er enn langt í land með að jafnréttinu verði náð.

Eitthvað svona hefði ég frekar vilja heyra. Fá hlustandann eða áhorfandann til að ómeðvitað eða meðvitað tengja jafnrétti einhverju jákvæðu. Það er svo auðvelt að segja sömu hlutina á annaðhvort neikvæðann eða jákvæðann hátt.

Með því að leggja áherslu á það sem vel er gert er í raun verið að hvetja fólk til að halda áfram á þeirri braut. Það er ekkert verið að segja að allt sé í gúddí. Þetta er rétt eins og í uppeldisfræðinni. Ef þú hrósar barninu fyrir að hafa tekið til í herberginu ertu með jákvæðum hætti að hvetja til endurtekningu á þeirri hegðun. Ef þú segir ekkert þegar barnið tekur til í herberginu en skammar það ef það tekur ekki til, ertu að hvetja til hegðunar á neikvæðann hátt. Skiluru? Það er hægt að segja sama hlutinn á hvorn veginn sem er.

Mér fannst svo einusinni alveg pínlegt að hlusta á feministana þegar fréttamanni eða viðmælanda var eiginlega nóg boðið af þessari neikvæðni og bölsýni og reyndi að benda á eitthvað jákvætt sem hafði gerst í jafnréttismálum.
Hann kom því á framfæri að hann hefði tekið meira og meira eftir því að nú eru karlarnir farnir að sækja börnin í meira mæli á leikskólann til að konan gæti sinnt vinnu sinni.

Hann svona einhvernveginn beindi þessu að feministanum svona eins og til að reyna fá samþyggi fyrir því að eitthvað jákvætt hefði nú gerst. Svar feministans var ekki að segja "já það er mjög jákvæð þróun sem á sér stað í þeim efnum og ljóst að feður eru farnir að taka meiri þátt í uppeldinu ....) Nei feministinn var fljótur að skjóta þessa veiku tilraun hans til jákvæðni í kaf. Svar feminstans var "já en í 80% tilvika sjá konurnar um heimilisstörfin".

Ég skil það ekki að feministar haldi að þeir séu að viðurkenna fullkomið jafnrétti ef þeir benda á ljósu punktana líka.

katrín anna sagði...

Skil hvað þú meinar Manuel - en þú hefur ekki hlustað eftir þessu jákvæða.... tökum síðasta dæmið sem þú nefndir. Svar mitt var:

"Já einmitt það hefur orðið mikil framför í því en það var gerð rannsókn 2003 og þar kom í ljós að konur bera enn 80% ábyrgð á heimilunum." (næstum orðrétt en ekki alveg... getur skoðað þetta á visir.is, fréttavaktin f.h. 19. júní). Er þetta ekki akkúrat aðferðin sem þú ert að lýsa að þú viljir heyra?

Svo ein spurning - af hverju í ósköpunum þarf að pampera fólk endalaust eins og lítil börn í umræðu um jafnrétti?

katrín anna sagði...

ps. - svo verður líka að hafa í huga að tími í fjölmiðlum er takmarkaður og fljótur að líða. Það þarf að velja og hafna og það er til lítils að tala um jafnréttismál eins og það sé bara allt í himna lagi - og lenda svo í því að tíminn sé búinn. If it ain't broke don't fix it - og svo virðist sem mörgum finnist ástandið vera í dag. It is broke - fix it er það sem við ættum frekar að hugsa - og framkvæma svo.

Nafnlaus sagði...

Ég held að þú hafir kannski ekki alveg náð þessu samt. Ég er ekki að tala um að feministar eigi að láta eins og allt sé í himnalagi. Ég er ekki að biðja um að þið ljúgið. Ég er ekki einusinni að biðja um að þið fegrið ástandið. Það sem ég á við að þið getið hvatt til aðgerða með því að benda á það sem vel er gert (því það er alveg eitt og eitt sem hefur verið vel gert) og hvetja fólk til að halda áfram á þeirri braut. Skiluru? Ekki benda á það sem vel er gert og segja að nú sé allt í himnalagi. Heldur: þetta er vel gert nú þurfum við að gera jafn vel í þessu og hinu málinu til að tryggja enn meira jafnrétti.

Ég er að tala um að benda á vandamálin á jákvæðan eða neikvæðan hátt. Inntakið mun vera nákvæmlega það sama en framsetningin er önnur.

Ég skal samt alveg gefa ykkur það að það var eins og stundum bólaði undir niðri á smá jákvæðni. Þegar einhver kom með jákvæðann punkt sögðu þið alveg:
"Já en ..."
"Vissulega en..."
Þetta er svona byrjunin.

Ég held einfaldlega að feministar myndu fá jákvæðara viðhorf ef viðhorf þeirra væri jákvæðara. Það er alveg jafn auðvelt að hvetja menn með því að vera jákvæður eins og að vera neikvæður. Það er alveg jafn auðvelt og árangursríkt að benda á vandamálin á jákvæðan hátt og neikvæðan hátt. Þetta er bara tækni sem maður tileinkar sér.

Svar við spurningu þinni:
Það þarf ekkert. Það á auðvitað að vekja máls á öllu því sem er í ólagi í jafnréttismálunum. Það á að sjálfsögðu að segja frá skertum hlut kvenna í stjórnunarstöðum fyirtækja. Það á að sjálfsögðu að vekja máls á skertum hlut kvenna í stjórnmálum. Það á að sjálfsögðu að vekja máls launamisrétti kynjana of fleirra. Það á alls ekki að gera neitt lítið úr þessum málum og alls ekki láta eins og allt sé í himnalagi. En það er val ykkar hvort þið viljið koma þessu á framfæri á jákvæðann eða neikvæðann hátt. Skilaboðin verða jafn skýr og áhrifamikil þó á þetta sé bent með jákvæðu móti. Hver veit nema þið losnið jafnvel við einhverjar staðalýmindir í leiðinni.

katrín anna sagði...

Ok Manuel - ef svarið "já það hefur orðið mikil framför í þessum málum en rannsóknir hafa sýnt að konur bera enn 80% ábyrgð á heimilisstörfum" í umræðu um rýran hlut kvenna í fjölmiðlum og hvaða ástæður liggja að baki misrétti á vinnumarkaði o.s.frv. þá held ég að ég verði að lýsa því yfir að það er of erfitt að gera þér til hæfis...

Ef við tökum umræðu um hvað hefur áunnist þá get ég talið upp langan lista en umræðan þarna var ekki um hvað hefur áunnist heldur tilraun til að greina af hverju okkur hefur ekki miðað áfram. Slík umræða þar sem rætt er um hvað allt sé jollý gott og frábært er bara ekki rétt og mér finndist miklu vænlegra til árangurs í jafnréttismálum ef karlmenn sem á hlusta færu kannski að spá í hvað þeir geta gert til að axla helmings ábyrgð á sínu heimili - það er á þeirra ábyrgð en ekki mína... og ef karlmenn vilja að þeim sé hrósað í hástert fyrir góða frammistöðu þá verða þeir að vinna fyrir því fyrst... Er það ekki sanngjarnt?

Tek svo fram - bara fyrir þig - að sumir karlmenn eiga mikið hrós skilið fyrir jafna skiptingu á heimilisábyrgð - þekki nokkra sjálf. Þekki líka marga sem kannski hjálpa til... en axla ekki ábyrgðina og þetta er tvennt ólíkt. Og karlmenn fengu klapp á bakið - það var viðurkenning á því að það hefði orðið framför í svarinu. En viðtalið sjálft var ekki um hvað hefur áunnist í jafnréttismálum heldur um rýran hlut kvenna í fjölmiðlum - og umræðan snýst þá um það.

Nafnlaus sagði...

Þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að segja. Þið eigið að benda á öll vandamálin. Benda á allt sem betur má fara og ekkert að milda þau vandamál sem eru. Aðaláherslan á að vera á það sem vantar uppá. Það er auðvitað ekkert sniðugt við það að eyða þeim tíma sem þið feministar fáið í fjölmiðlum í að benda bara á allt sem hefur áunnist.

Við erum alveg sammála um þetta!!!

Ég vill bara sjá ykkur benda á öll vandamálin á jákvæðari hátt. Ég vill heldur ekkert endilega að þið hrósið öllum. Ég nefndi það bara sem dæmi um hvernig þið getið bent á vandamál á jákvæðann hátt.

En ég er bara endurtaka mig núna.

katrín anna sagði...

Heyrru... manuel - einhvern tímann spáð í að fylgja eigin ráðum? ;) Gæti örugglega virkað vel á okkur femmurnar :-þ