miðvikudagur, júní 28, 2006

Vantar í pistilinn minn

Böö það vantar inn í pistilinn minn í Viðskiptablaðinu í dag! Var með greiningu á Orkuveituauglýsingunni - dýrustu auglýsingu Íslandssögunnar. Soldið spæld að það skuli vanta því það vantar djúsí hlutann... þennan:

*****
Texti: Ljósið leiðir myndir inn í sjónvarpið.
Mynd: Inn á sjónvarpsskjáinn hlaupa 4 fáklæddar konur í hlutverki kórdansara (chorus girls) a la Las Vegas stíl.
*****
Texti: Er ég kalla síðan fram á tölvuskjá.
Mynd: Annað sjónarhorn á fáklæddu konurnar.
*****
Texti: Ég fæ hundraðþúsund hluti til að horfa á.
Mynd: Fjöldi kvenna svífur yfir skjáinn, fyrst ein og ein og síðan í hóp – greinilega hlutirnir sem vísað er til.
*****
Texti: Svona viljum við hafa það. Ekkert vesen og allt í góðu lagi.
Mynd: Pabbinn með útbreiddan faðminn fyrir framan Hallgrímskirkju. Ekki er annað hægt en að sjá kirkjuna sem reðurtákn í beinu framhaldi af textanum og myndefninu á undan.
*****

Þessi síðasti hluti er reyndar með - sem texti undir mynd.

Engin ummæli: