laugardagur, september 09, 2006

Er fólk að vakna?

Nú er verið að fjalla um í fréttum að strákurinn sem leitaði upp fórnarlamb til að drepa á netinu og stakk hann svo í bakið af því að hann langaði til að prófa að drepa einhvern hafi verið undir áhrifum ofbeldisfullra tölvuleikja og kvikmynda. Ég er ekki hissa. Las fyrir löngu bókina High Tech - Low Touch og þar er einmitt verið að ræða þessi tengls á milli tölvuleikja og ofbeldisfullrar hegðunar. Það var áhugavert að sjá viðtal í fréttum við Húgó Þórisson sálfræðing þar sem fram kom að nú virðast vera að koma fram þau áhrif sem margir óttast og að þarna sé á ferðinni dæmi um einhvern sem er á fullu í að horfa og í framhaldi af því skapist löngunin til að framkvæma. Þetta er nákvæmlega það sama og sumar kenningar um tengsl á milli klámnotkunar og nauðgunar á konum halda fram. Þ.e. að fyrst sækir áhorfandinn í tiltölulega "saklaust" efni. Eftir smá tíma er það ekki nóg og þá er sótt í aðeins harðara efni og svo koll af kolli þangað til efnið er orðið mjög ofbeldisfullt. Að lokum er það ekki nóg og karlana fer að langa til að prófa sjálfir og leita upp fórnarlömb. Ted Bundy lýsti því að svona hefði hann byrjað. Diana Russell er með flottustu kenninguna sem ég hef séð um tengsl á milli kláms og kynferðisofbeldis. Hún er með margþætta kenningu sem gerir ráð fyrir að ekki sé um bein orsaka og afleiðingartengsl að ræða, þ.e. ekki þannig að allir sem horfi á klám leiðist út á braut kynferðisbrota heldur að margir samverkandi þættir komi við sögu. Einnig líkir hún tengslunum við tengslin á milli reykinga og lungnakrabbameins - ekki fá allir reykingamenn lungnakrabbamein en hættan er vissulega til staðar.

Pointið í öllum þessum pælingum er sem sagt sú að með allri þessari ásókn og framleiðslu á ofbeldisfullum tölvuleikjum og klámi er verið að búa til ofbeldismenn.

Engin ummæli: