þriðjudagur, september 05, 2006

Hittið - mætum við ekki öll?

Undanfarið hafa málefni kvenna af erlendum uppruna verið mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Hefur þar hæst borið mál tveggja erlendra kvenna sem neitað var um dvalarleyfi hér á landi eftir að hafa komið úr ofbeldisfullum hjónaböndum við íslenska menn. Hnattvæðing og auknir fólksflutningar bera með sér miklar breytingar og ýmis álitaefni koma upp.
Hafa til að mynda vestrænar konur átt möguleika á að bæta stöðu sína í samfélaginu vegna þess að erlendar konur hafa tekið að sér þau störf sem þær unnu áður eins og umönnunarstörf og heimilisstörf? Álita- og siðferðismálin tengd alþjóðavæðingunni eru fjölmörg en fyrsta Hitt Femínistafélags Íslands á þessu starfsári verður helgað þessum spennandi málum.
Hittið verður haldið þriðjudaginn 5. september kl. 20:00 á Thorvaldsen Bar (Bertelstofu). Þar munu feikifróðar konur miðla af visku sinni en það eru
þær:

Silja Bára Ómarsdóttir, forstöðumaður alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands sem mun fjalla um alþjóðavæðinguna og áhrif hennar á stöðu kvenna.

Tatjana Latinovic, formaður Félags kvenna af erlendum uppruna sem kemur til með að fjalla um stöðuna hér á landi og hvernig okkur er að takast að gera Ísland að fjölmenningarsamfélagi.

Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur hjá Alþjóðahúsi sem ætlar að fjalla um lagalegar hliðar og hvernig mál koma til kasta Alþjóðahúss.

Á eftir erindunum er opnað fyrir umræður þar sem gefst gott tækifæri til að kryfja málin, segja sitt álit og spyrja áleitinna spurninganna.

Hittið er öllum opið og aðgangur er ókeypis.

3 ummæli:

Berglind Rós Magnúsdóttir sagði...

Oh, hvað ég vildi að ég gæti verið með ykkur.

Silja Bára sagði...

takk fyrir að bjóða mér, þetta var ferlega gaman og frábært hvað það var vel mætt. Einn nemandi minn (strákur!) kom og spurði um þetta, var ferlega svekktur að hafa ekki komist!

Hefði líka verið gaman að hafa Berglindi Rós með!!!

katrín anna sagði...

Og takk fyrir að kunna ekki að segja nei... ;) Nú þegar Hittið er búið skal ég slást í hóp þeirra fjölmörgu sem eru til í að taka þig á námskeið í þessum bráðnauðsynlega hæfileika!!!

En tek undir að Hittið var frábært - vel mætt, fróðlegar umræður og skemmtilegt fólk - alveg eins og þetta á að vera :)