þriðjudagur, september 05, 2006

Kína - best í heimi?

Í dag komu til okkar í heimsókn 12 kínverskir ferðamenn. Við hjá Femínistafélaginu ásamt KRFÍ tókum á móti þeim á Hallveigarstöðum. Ferðamennirnir leyndu á sér því þarna voru á ferð háttsettir opinberir embættismenn frá Guangdong héraði í Kína, þar af 4 varaborgarstjórar. Mestur tími heimsóknarinnar fór reyndar í að tala um stöðuna á Íslandi en við fengum aðeins að heyra um stöðuna í Kína. Einnig fengum við í hendurnar disk með öllu því jákvæða og góða sem gerst hefur í jafnréttismálum í Guangdong síðustu 10 árin. Og viti menn (og konur!) - það er bara heill hellingur. Það er greinilega hægt að gera mikið á stuttum tíma... ;)

Var að enda við að skrifa pistil um heimsóknina fyrir Viðskiptablaðið. Set kannski meira hingað inn við tækifæri en þar sem klukkan er orðin of margt ætla ég að vera skynsöm og fara að sofa - full innblásturs yfir árangursríkum jafnréttisaðgerðum. Og hey - ef Kína getur gert þetta með alla sína milljarða sem búa þar - hverju getum við þá ekki áorkað á litla Íslandi þar sem aðeins þarf að breyta hugarfari 300.000 manns?

Engin ummæli: