miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Aðstoðarbílstjórar

Á femínistapóstlistanum er umræða um konur sem aðstoðarbílstjóra - og hvernig ávallt er gert grín að því. Hér er partur af skeyti sem ég sendi á listann:

Man eftir einu tilviki þar sem ég var að passa mig á að vera ekki aðstoðarbílstjóri - af því að mér hafði verið sagt svo oft að það væri pirrandi. Bílstjóranum fannst gaman að keyra soldið hratt, á slitnum sumardekkjum á blautum vegi. Góð uppskrift að slysi. Sem reyndar varð raunin. Sem betur fer var vegrið í beygjunni þar sem hann fór út af sem hamlaði því að við rúlluðum nokkra metra niður hlíðina. Bíllinn sá eini sem slasaðist, sem betur fer. Eftir þetta atvik er ég hlynnt aðstoðarbílstjórum. Nema auðvitað ef ég má alltaf keyra :)

Kannski tryggingafélögin geti fækkað slysum með því að hvetja farþega til að hafa eitthvað um það að segja hvernig bílstjórinn keyrir í staðinn fyrir að reyna að draga úr því. Eftir allt þá er einræði yfirleitt ekki talið fara vel í alla...

Engin ummæli: