þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Hugsað með toppstykkinu

Fór á áhugaverðan fyrirlestur áðan sem bar heitið "Tourism and Gender Discourses". Það var Dr. Annette Pritchard sem var fyrirlesari. Fyrirlesturinn var um hvernig ferðamannaðiðnaðurinn í nánast öllum löndum hlutgerir konur á kynferðislegan hátt og afleiðingarnar af því. Í sjálfu sér var reyndar ekkert sem kom á óvart í fyrirlestrinum - allir sem hafa skoðað ferðabæklinga vita hvernig ímynd er dregin upp af konum. Konur eru notaðar til að selja ferðalög, rétt eins og allt annað. En það var samt sem áður gott að sjá heildarmyndina, vinnuaaðstæður, viðhorf ferðamanna til kvenna í þeim löndum sem verið er að auglýsa - og hvernig þau eru í samræmi við það hvernig er auglýst - og síðast en ekki síst - umræðan verður að halda áfram.

Annars er nokkuð skondið að skoða þessa markaðssetningu í ljósi þess að konur eru í meirihluta ákvörðunaraðila um hvert skal halda í fríið að auglýsingarnar skuli ekki vera í takt við það heldur skuli flestar miðast við graða karla...

Helst myndi ég auðvitað vilja að konur byrjuðu að boycotta - já og líka karlarnir sem hugsa með toppstykkinu.... ;)

Engin ummæli: