þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Svo er sagt að kyn skipti ekki máli...


Er búin að liggja yfir tekjublaði Frjálsrar verslunar eins og símaskránni. Afar skemmtileg lesning, sérstaklega í ljósi kynjamála. Karlmenn fá afar mikið borgað fyrir að vera til á meðan konur fá afar lítið borgað fyrir að vera til. Svo er sagt að kyn skipti ekki máli. Jamm og jæja. Einhvern vegin virðast tölfræðilega líkur karlmanna samt vera nokkuð mikið betri en kvenna þegar kemur að peningum og völdum....

Sumir eru á móti því að tekjublaðið komi út. Ég skil það ósköp vel og finnst óþarfi að hnýsast svona í hagi nágrannans. En... og það er alltaf en. Blaðið veitir ágætar upplýsingar um stöðu mála, t.d. á milli kynja, á milli höfuðborgar og landsbyggðar, á milli atvinnugreina. Blaðið kemur því að töluverðu gagni þegar allt kemur til alls. Skrýtnast af öllu finnst mér þó að það virðist aðallega vera frjálshyggjufólk sem er á móti útgáfu blaðsins. Enn og aftur misskilur sumt frjálshyggjufólk frjálsan markað - upplýsingarnar verða að vera til staðar svo að lögmál markaðarins virki. Það er bara svo einfalt.

Engin ummæli: