mánudagur, ágúst 01, 2005

Góðar fréttir eða engar fréttir?

Tók mér "langt" frí um verslunarmannahelgina og steingleymdi blogginu... best að byrja aftur fersk á mánudegi, eða þannig, hef ekki hugmynd um hvaða mál ég á að blogga um og var að spá í hvort það væri betra að blogga um bara eitthvað eða hvort ég ætti að sleppa því.

Búin að hafa það rosagott um helgina. Bæsa einn glugga, endurskipuleggja þvottahúsið og setja upp hillurnar fínu sem ég vann baki brotnu við að bæsa og lakka í síðustu viku. Borða góðan mat, passa, hafa rómókvöld með Grétari og nú er ég á leiðinni að pússa glugga. Gaman gaman en helgin bráðum búin :(

Talaði líka við Betu um Móður í hjáverkum. Er þetta góð bók eða ekki? Getur hún komið einhverju jákvæðu til leiðar, vakið konur upp af blundi og hvatt þær til að krefjast breytinga eða er þetta óp um afturhvarfs til gömlu "góðu" tímanna með femínisma í bland? Mér fannst hún ágæt svona þrátt fyrir allt en ég þurfti að hafa svolítið fyrir jákvæða hugarfarinu í restina - en endaði með að lesa gömlu, góðu tímana út úr myndinni - en skilst að það sé alveg hægt að skilja endinn öðruvísi....

Vona að fleiri hafi haft það jafn gott og ég :-D

Engin ummæli: