föstudagur, ágúst 05, 2005

Ímynd femínisma

visir.is er með flokk sem heitir Skoðanir. Þar eru greinar um hin ýmsu mál. Það hefur glatt mig slatta mikið að þó nokkuð af þeim pistlum sem þar birtast eru um jafnrétti :)

Í dag er fjallað um hvort að femínismi sé gamaldags (sjá http://www.visir.is/?PageID=495&NewsID=49930). Enn og aftur er verið að ræða um ímyndina og af hverju fólk vill ekki kalla sig femínista. Þetta er þörf umræða og það þarf að gera eitthvað til að breyta þessu. Ein af ástæðunum fyrir því að okkur miðar svona hægt er örugglega sú að andstæðingum jafnréttis tekst alltaf að koma neikvæðum stimpli á konur (og karla) sem berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Ég horfði t.d. á myndina Iron Jawed Angels um daginn. Myndin er um baráttu súffragetta fyrir kosningarétti. Í dag eru allir (ok flestir) afskaplega þakklátir fyrir baráttu þessara kvenna en í myndinni kemur skýrt fram að þetta var enginn dans á rósum og þær sættu sömu andstöðu og við gerum í dag. Ef að fólk myndi skoða andstöðu við femínisma í því ljósi yrði kannski einhverjum ljóst að femínismi snýst um réttindabaráttu og að það eru andstæðingarnir við jafnrétti sem græða á þessum fordómum en ekki jafnréttið.

Bókin Suffragettes to She Devils er algjör snilld í að sýna hvernig ímyndir hafa verið notaðar, bæði gegn femínistum og af femínistum í baráttunni. Þar sést vel að lítið hefur breyst. Í texta um bókina á amazon.com segir: "Not a history book, but a compilation of sparkling, hard-hitting graphics on the international women's movement drawn from the fine arts, fashion, and advertising to comics, broadsheets, and cyberart. Liz McQuiston's vivid text and selections center on how design furthered campaigns exalting or denigrating a woman's place in the world. Biting humor and anger crop up throughout. An automaker's billboard boasting "If it were a lady it would get its bottom pinched" draws the memorable spray-painted response: "If this lady was a car, she'd run you down." Voting rights, abuse, girl power, abortion, and parity are a few of the subjects touched on in this wide-ranging, freewheeling book on design and propaganda."

Mæli sem sagt með bókinni fyrir alla sem hafa áhuga á ímyndum femínismans í gegnum tíðina!

Engin ummæli: